- Auglýsing -
- Auglýsing -

Markvörður HK er á leið til Fram á nýjan leik

Sara Sif Helgadóttir fer til Vals í sumar. Mynd/HK
- Auglýsing -

Handknattleiksdeild Fram hefur kallað markvörðinn Söru Sif Helgadóttur úr láni frá HK. Þetta staðfesti Guðmundur Árni Sigfússon, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Fram, við handbolta.is í morgun.

Sara Sif hefur verið í láni hjá HK frá því í september á síðasta ári og var aðalmarkvörður Kópavogsliðsins tímabilið 2019/2020. Einnig lék hún HK í þeim þremur leikjum sem eru að baki í Olísdeildinni á þessari leiktíð. Lánssamningurinn var endurnýjaður fyrir núverandi tímabil.

„Lið sem ætlar að vera í toppbaráttu verður að hafa þrjá markverði,“ sagði Guðmundur Árni við handbolta.is en fyrir hjá Fram eru Katrín Ósk Magnúsdóttir og Ástrós Anna Bender. Sú síðarnefnda kom til Fram frá Aftureldingu skömmu áður en Íslandsmótið hófst í byrjun september. Hafdís Renötudóttir, aðalmarkvörður Fram leiktíðina 2019/2020, gekk til liðs við Lugi í haust.

Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK-liðsins, sagði við handbolta.is að verið væri að skoða hvaða kostir væru fyrir hendi. Hann væri vonsvikinn yfir að missa Söru Sif þar sem hún hefði verið HK-liðinu styrkur auk þess að falla afar vel inn í leikmannahópinn. Ungir markverðir eru fyrir hendi hjá HK en ef kostur væri á styrkingu þá verði það skoðað til hlítar. „Það vill til að maður hefur þokkalegan tíma til þess að líta í kringum sig,“ sagði Harri.

Ef grænt ljós fæst til keppni í Olísdeild kvenna eftir 12. janúar þegar núverandi sóttvarnareglur renna úr gildi stendur til að flauta til leiks 16. janúar með heilli umferð, annarri umferð þremur dögum síðar og þeirri þriðju 23. janúar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -