- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Martha hefur ákveðið að láta gott heita

Martha var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar vorið 2021. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Hin þrautreynda handknattleikskona Martha Hermannsdóttir mun vera hætt keppni í handknattleik og skórnir góðu komnir upp á hillu. Svo segir Akureyri.net í dag og víst er að Martha lék ekki með KA/Þór gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag í 1. umferð Olísdeildar kvenna.


Martha er ein leikreyndasta handknattleikskona landsins. Hún verður 39 ára gömul síðar á árinu og hefur leikið í yfir 20 ár í meistaraflokki. Um langt árabil var hún kjölfesta KA/Þórsliðsins sem hún varð Íslands- og bikarmeistari með 2021. Einnig vann Martha Íslandsmeistaratitil með Haukum þegar hún bjó syðra og var við nám í tannlækningum.


Martha á þrjá landsleiki að baki síðan í forkeppni HM í Skopje í Norður Makedóníu síðla árs 2018.


Brotthvarf Mörtu af handknattleiksvellinum hefur ekki farið hátt og er enn ein breytingin á liði KA/Þórs frá síðasta keppnistímabili. Auk hennar þá réru Aldís Ásta Heimisdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Sunna Guðrún Pétursdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir á ný mið og Anna Mary Jónsdóttir tók sér frí.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -