- Auglýsing -
Matthildur Lilja Jónsdóttir landsliðskona í handknattleik hefur jafnað sig af veikindum sem slógu hana út af laginu í fyrrinótt og urðu þess valdandi að hún gat ekki tekið þátt í leiknum við Svartfellinga í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í gær.
„Matthildur er orðin góð eftir veikindin. Hún nærðist vel í gær og var góð í morgun. Hún verður klár í slaginn á morgun ef svo ber undir,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari við handbolta.is í Dortmund í hádeginu í dag.
„Veikindin gengu hratt yfir og hún hefur jafnað sig sem betur fer,“ bætti Arnar við og undirstrikaði að ælupestin sem Matthildur fékk hafi ekki smitast yfir til annarra leikmanna landsliðsins, sem betur fer.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -



