- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Máttu gera sér annað stigið að góðu

Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og samherjar í Magdeburg fengu eitt stig í heimsókn sinni til Wetzlar í kvöld, 24:24, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Magdeburg var með tveggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik 12:10.

Ómar Ingi jafnaði metin, 24:24, þegar 65 sekúndur voru til leiksloka. Eftir það fengu bæði lið tækifæri til að skora 25. markið en allt kom fyrir ekki. Leikmenn Wetzlar misstu boltann þegar 13 sekúndur voru til leiksloka. Magdeburg hóf sókn en markvörður Wetzlar, Tibor Ivanisevic, varði frá Norðmanninum Christian O’Sullivan sem átti lokaskot Magdeburg-liðsins rétt áður en leiktíminn rann út.

Ómar Ingi var markahæstur í liði Magdeburg með sex mörk, þar af eitt úr vítakasti. Einnig átti hann tvær stoðsendingar. Gísli Þorgeir skoraði ekki mark að þessu sinni.


Aðrir leikir í deildinni í kvöld:
Coburg – Ludwigshafen 23:23.
Flensburg – Erlangen 33:23.
Minden – Leipzig 23:20.
Leik Melsungen og Stuttgart var frestað.

Staðan í þýsku 1. deildinni:
Flensburg 213(13), Rhein-Neckar Löwen 21(13), Kiel 20(11), F.Berlin 19(12), Magdeburg 17(13), Leipzig 17(14), Göppingen 15(14), Lemgo 15(14), Stuttgart 15(14), HSG Wetzlar 15(15), Melsungen 13(10), Erlangen 13(15), Bergischer 12(13), Hannover-Burgdorf 12(13), GWD Minden 10(12), Balingen-Weilstetten 7(14), Nordhorn 6(14), Ludwigshafen 6(15), Essen 5(11), Coburg 3(14).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -