Kvennalið Berserkja leitar að styrkjum fyrir komandi keppnistímabil en liðið er í fyrsta sinn skráð til leiks í Grill 66-deild kvenna. Liðið auglýsir á Facebook eftir einstaklingum og fyrirtækjum sem eru tilbúin að hlaupa undir bagga.
Gegn a.m.k. 10 þúsund króna greiðslu verður nafn fyrirtækis eða einstaklings skráð á keppnisbúning liðsins.
Anna Margrét Sigurðardóttir sem er í forsvari fyrir söfnuninni segir m.a. á Facebook:
„Núna erum við að byggja upp frábært starf fyrir unga leikmenn til að taka sín fyrstu skref í Grill deildinni með frábærum eldri stelpum/konum sem vilja leggja sitt af mörkum og vera með í þessu flotta strafi sem Víkingur er að byggja upp núna.
Hvert nafn skiptir okkur svakalega miklu máli og tala nú ekki um ef einhver sér sig færan um að styrkja með auglýsingu hjá okkur.“