- Auglýsing -
- Auglýsing -

Með íhlaupamann við stjórnvölin unnu Rússar

Kseniia Makeeva í þann mun að skora annað af tveimur mörkum sínum fyrir rússneska landsliðið gegn Hollendingum í dag. Mynd/Jozo Cabraja / kolektiff
- Auglýsing -

Rússland vann Holland með sex marka mun, 33:27, í viðureigninni um fimmta sætið á Evrópumóti kvenna í handknattleik í Herning í Danmörku í dag. Leikurinn skipti ekki miklu máli og bar þess merki. Rússar voru með yfirhöndina lengst af og voru komnir með fimm marka forystu þegar fyrri hálfleikur var á enda, 18:13.

Ambros Martín, sem stýrt hefur rússneska landsliðinu í tæp tvö ár, var látinn taka pokann sinn eftir tap fyrir Dönum í lokaleik milliriðlakeppninnar á þriðjudaginn. Í hans stað var Alexey Alekseev, sem var aðstoðarþjálfari Martín, skráður þjálfari rússneska liðsins í dag. Óvíst er hvort Alekseev tekur við starfinu til lengri tíma eða hafi aðeins hlaupið í skarðið í dag.

Alexey Alekseev stýrði rússneska landsliðinu gegn Hollendingum. Mynd/Anze Malovrh / kolektiff

Haft er eftir Lev Voronin, framkvæmdastjóra rússneska handknattleikssambandsins, í Sport Express í Rússlandi í dag að ekki hafi annað verið í boði að segja Martín upp störfum eftir tapið fyrir Dönum. Danska landsliðið væri ekki í hópi allra bestu liða heims, væri svipað og það sænska. Það væri óviðunandi fyrir rússneska landsliðið að tapa fyrir liði sem væri ekki sterkara en raun bæri vitni um.

Mörk Rússlands: Polina Vedekhina 6, Juliia Managarova 5, Daria Dimitrieva 3, Vladlena Bobrovnikova 3, Daria Samokhina 3, Karina Sabirova 3, Kristina Kozhokar 3, Eilina Ekaterina 2, Olga Fomna 2, Kseniia Makeeva 2, Elizaveta Malashenko 1.
Varin skot: Viktoriia Kalinina 16, Galina Gabisova 3.
Mörk Hollands: Lois Abbingh 10, Danick Snelder 4, Angela Malestein 4, Kelly Dulfer 3, Debbie Bont 2, Laura van der Heijden 1, Larissa Nusser 1, Martine Smeets 1 Dione Househeer 1.
Varin skot: Tess Wester 6.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -