Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Selfoss, meiddist á vinstra hné í upphitun rétt áður en viðureign Selfoss og Stjörnunnar hófst í Hleðsluhöllinni á Selfossi klukkan 19.30. Vísir greinir frá þessu í textalýsingu sinni frá viðureign liðanna í 12. umferð Olísdeildar.
Á Vísi segir að Guðmundur hafi verið á spretti þegar hann meiddist, lagðist á gólfið og hélt um vinstra hnéð. Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari Selfossliðsins, kom Guðmundi til hjálpar og saman fóru þeir afsíðis þar sem Jón Birgir hugaði að Guðmundi.
Leikurinn hófst á tilsettum tíma og er Guðmundur ekki með Selfosliðinu. Hann kom til liðsins fyrir keppnistímabilið og hefur leikið eitt af aðalhlutverkunum.
- Auglýsing -