- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meiðslalisti Dana á EM lengist – úrslitaleikur framundan

Sarah Iversen að skora fyrir Dani í leiknum við Slóvena í gær rétt áður en hún meiddist illa. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Sigur Dana á Slóvenum í milliriðlakeppni Evrópumótsins, 33:26, í gærkvöld var súrsætur. Margt bendir til þess að ein af öflugri leikmönnum danska liðsins, Sarah Iversen, hafi meiðst alvarlega á hné og taki ekki þátt í fleiri leikjum á mótinu.


Danska landsliðið mætir hollenska landsliðinu klukkan 17 á morgun, miðvikudag, í úrslitaleik um hvort liðanna fylgir norska landsliðinu eftir úr milliriðli tvö í undanúrslit sem leikin verða á föstudaginn.

Meiðsli Iversen bætast ofan á önnur áföll sem danska landsliðið hefur orðið fyrir á mótinu. Mie Højlunds meiddist einnig á hné, Line Haugsteds nefbrotnaði og Althea Reinhardt markvörður fékk höfuðhögg á æfingu og varð að fá Söndru Toft inn í hópinn með hraði fyrir viðureignina í gærkvöld.


Elma Halilcevic var markahæst í danska liðinu í sigurleiknum í gær. Hún skoraði sex mörk. Andrea Aagot var næst með fimm mörk. Tjaša Stanko skoraði átta mörk fyrir slóvenska liðið og lang markahæst á mótinu með 45 mörk.

Toft stóð í danska markinu annan hálfleikinn og varði sex skot, 37,5%. Óvíst er um frekari þátttöku hennar. Jesper Jensen landsliðsþjálfari Dana segir að ef Althea Reinhardt markvörður geti verið með taki hún sæti í liðinu á kostnað Toft.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -