- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild: Gros fór á kostum með Krim

Slóvenska landsliðskonan Ana Gros kann vel við sig í herbúðum Krim Ljubljana. Mynd/EPA

Fyrri umferð í þremur viðureignum í útsláttarkeppni Meistaradeildar kvenna í handknattleik fór fram um helgina. Krim og FTC áttust við á heimavelli slóvenska liðsins þar sem að Ana Gros átti stórleik og skoraði 13 mörk í sigri Krim, 33-26. Slóvensku meistararnir eru þar með komnir í vænlega stöðu fyrir seinni leikinn.

Dortmund tók á móti Metz þar sem að gestirnir voru mun sterkari á öllum sviðum og unnu, 30-22. Verður að teljast líklegt að franska liðið tryggi sér farseðilinn beint í Final4 helgina. Metz hleypur yfir átta liða úrslit keppninnar vegna þess að rússnesku meisturunum Rostov-Don var vísað úr leik eftir innrás rússneska hersins inn í Úkraínu.

Mesta spennan um helgina var í leik Odense og Brest þar sem að danska liðinu tókst að knýja fram eins marks sigur, 25-24.

Ekkert varð af leik CSM og CSKA Moskvu eftir að síðarnefnda liðinu var vikið úr keppni.

Krim 33-26 FTC (15-14).

 • Ungverska liðið var aðeins tvisvar yfir í leiknum.
 • Jovana Risovic, markvörður Krim, átti stórleik. Hún varði 17 skot, 41% markvörslu.
 • Ana Gros, sem gekk til liðs við Krim á dögunum frá CSKA Moskvu, skoraði 13 mörk í leiknum.
 • Horfir vel fyrir Krim um sæti í 8-liða úrslitum. Svo langt hefur liðið ekki komist í Meistaradeildinni frá tímabilinu 2012/13. Þá var Krim í undanúrslitum.
 • Seinni leikur liðanna verður spilaður á heimavelli FTC í Ungverjalandi á laugardaginn.

Dortmund 22-30 Metz (9-18).

 • Andre Fuhr þjálfari Dortmund þurfti að nota tvö leikhlé á fyrstu 20 mínútum leiksins, svo illa gekk.
 • Ivana Kapitanovic markvörður Metz átti stóran þátt í því að franska liðið var með níu marka forystu í hálfleik. Hún var með 50% markvörslu eftir fyrri hálfleik.
 • Leikmenn Dortmund komu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og náðu að minnka muninn niður í 26-21. Frönsku gestirnir náðum góðum lokakafla og tryggðu sér átta marka sigur, 30-22.
 • Alina Grijseels var markahæst í liði Dortmund með níu mörk en hjá Metz var Meline Nocandy markahæst með 6 mörk.
 • Grace Zaadi, sem gekk til liðs við Metz á láni frá Rostov-Don, skoraði 3 mörk í leiknum.
 • Þetta var sjötti tapleikur Dortmund í röð í Meistaradeildinni.

Odense 25-24 Brest (13-12).

 • Fjögur mörk í röð frá Helene Fauske hjálpaði Brest að ná góðum 6-2 kafla í upphafi seinni hálfleiks og útlitið var orðið gott hjá franska liðinu.
 • Danska liðið náði þó að svara fyrir sig með 4-1 kafla undir lokin sem gerði að verkum að Odenseliðið náði að snúa leiknum sér í vil.
 • Odenseliðinu tókst að nýta sér breiddina í leikmannahópnum. Dione Housheer, hægri skytta liðsins, var markahæst með 5 mörk.
 • Markvarðapar franska liðsins náði sér engan veginn á strik. Sandra Toft varði 3 skot og Cleopatre Darleux varði 4 skot.
 • Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Brest sunnudaginn 3. apríl.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -