- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild: Hvers megnug eru ungversku stórliðin?

Katrin Gitta Klujber t.h. er lykilmaður hjá FTC í Ungverjalandi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Meistaradeild kvenna hefst í dag , laugardaginn, 12. september. Við á handbolti.is höfum síðustu daga kynnt þau 10 lið sem við teljum að muni berjast um að komast í Final4, úrslitahelgina í Búdapest í maí.  Í fimmtu og síðustu greininni er komin röðin að ungversku liðunum FTC og Györ.

FTC

Ungverska liðið vill gleyma síðasta tímabili þar sem það endaði í neðsta sæti í milliriðlakeppninni og komst þar af leiðandi ekki í 8-liða úrslitin. FTC hefur staðið í skugganum á Györ í ungverskum kvennahandbolta en hefur háleit markmið um að komast í Final4 en þangað hefur það aldrei náð á þeim tuttugu og tveimur árum sem það hefur tekið þátt í Meistaradeildinni. Liðið fær risavaxið verkefni stax í fyrstu umferð þegar þær mæta Rostov-Don frá Rússlandi.

Lykilleikmaðurinn:   Katrin Klujber

Þrátt fyrir að liðinu hafi ekki gengið sem skyldi á síðustu leiktíð þá náði Katrin Klujber að sýna hversu efnilegur leikmaður hún er. Þessi 21 árs gamla stúlka skoraði 84 mörk í 12 leikjum og þar af náði hún að skora 10 mörk eða meira í þremur af þessum tólf leikjum. Klujber var útnefnd leikmaður mánaðarins í tvígang 2019 en hún er ein af efnilegustu leikmönnunum í kvennaboltanum í dag. Hennar helsti styrkleiki er gríðarlega góð fótavinna og hraði.

Hvernig meta þær eigin getu:

László Bognar framkvæmdarstjóri félagsins er sannfærður um að liðið í ár sé betra en síðustu ár en segir það þurfa tíma til þess að ná sínu besta fram. „Á síðustu leiktíð var heppnin ekki með okkur þegar dregið var í riðlakeppnina. Við fengum sterka andstæðinga og á endanum fór svo að við náðum ekki að komast áfram. Ég myndi vilja sjá okkur á meðal átta bestu á þessari leiktíð og ef við náum að byggja liðið okkar upp eins og við viljum þá vonandi náum við inní Final4, en það er sameiginlegur draumur okkar allra sem koma að félaginu.  Til þess að ná því þurfum við að vera uppá okkar allra besta en að sama skapi með nýju fyrirkomulagi í ár þá hef ég trú á því að það verði fleiri félög sem koma til með að berjast um þau fjögur sæti sem eru í boði í Búdapest.”

Alicia Stolle t.h. í uppstökki. Hún kom til FTC í Ungverjalandi í sumar. Mynd/EPA

Komnar / Farnar:

Komnar: Alicia Stolle (Thüringer HC), Angela Malestein (SG BBM Bietigheim), Anett Kisfaludy (Érd), Anett Kovács (Békéscsaba), Borbála Ballai (FTC youth), Emily Bölk (Thüringer HC), Julia Behnke (Rostov-Don), Kinga Janurik (Érd).
Farnar: Danick Snelder (Siófok KC), Djurdjina Malovic (Lublin), Dóra Hornyák (DVSC Schaeffler), Emilie Christensen (óvitað), Kinga Debreczeni-Klivinyi (DKKA), Kíra Bánfai (DVSC Schaeffler, á láni), Luca Háfra (Alba Fehérvár), Rea Mészáros (Vác), Viktória Lukács (Győri Audi ETO), Zsófi Szemerey (Mosonmagyaróvár).

Györ

Þrátt fyrir óvænt tap gegn FTC í æfingarleik á dögunum þá eru ríkjandi meistarar líklegastar til þess að vinna Meistaradeildina fjórða árið í röð. Liðið hefur tekið miklum breytingum í sumar en leikmenn á borð við Evu Kiss og Kari Grimsbo eru hættar í handbolta og þá ákváðu hornamennirnir Bernadett Bodi og Jana Knedlikova að fara á nýjar slóðir. Ungverska liðið bætir magnað met sitt með hverjum sigurleiknum en til þessa hefur það unnið 37 leiki í röð í Meistaradeildinni. Síðasta tapaði liðið í janúar 2018.

Stine Bredal Oftedal hin frábæra norska handknattleikskona er lykilmaður Györi. Mynd/EPA

Lykilleikmaður:  Stine Bredal Oftedal

Þessi frábæri leikmaður sem hefur tvívegis orðið heimsmeistari og Evrópumeistari í þrígang var valin besta handknattleikskonan á síðasta ári eftir að hún sýndir frábæra frammistöðu bæði með félagsliði sínu sem og norska landsliðinu. Núna þegar Györ er að ganga í gegnum miklar breytingar þá er mikilvægt fyrir liðið að Oftedal nái að sýna sama stöðugleika og undanfarin ár.

Hvernig meta þær eigin getu:

Það er alltaf búist við miklu af Györ þegar að kemur að Meistaradeildinni og það verður enginn breyting á því á þessari leiktíð og það er eitthvað sem leikmenn félagsins gera sér vel grein fyrir. Þá mun nýtt fyrirkomulag á keppninni reyna á öll liðin og Anita Görbicz veit að leikmenn þurfa að leggja sig fram. „Nýtt fyrirkomulag er spennandi en það þýðir að hver einasti leikur kemur til með að skipta máli. Þá munu allir vilja vinna okkur sem ríkjandi meistara, en ég held að þetta tímabil gæti orðið það skemmtilegasta í langan tíma.“

Viktoria Lukacs, ungverska landsliðskonan sem kom til Györi fyrir leiktíðina. Mynd/EPA

Komar / Farnar:

Komnar: Laura Glauser (Metz), Viktória Lukács (FTC), Silje Solberg (Siófok).

Farnar: Kari Aalvik Grimsbö (hætt), Éva Kiss (hætt), Bernadett Bódi (Budaörs), Katarina Bulatovic (hætt), Jana Knedlikova (Vipers Kristiansand).

Fyrri greinar um liðin sem talið er að berjist um sæti í úrslitahelgi Meistaradeildar kvenna í handknattleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -