- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild kvenna: Meistararnir heimsækja Györ

Vipers frá Krstiansand, sigurlið Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki 2021. Liðið leikur til úrslita í keppninni í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Nú er 15 vikna sumarfríi lokið hjá liðunum sem taka þátt í Meistaradeild kvenna í handknattleik. Blásið verður til leiks í fyrstu umferðinni um helgina en fjórir leikir fara fram í dag og fjórir á sunnudaginn.  Stærsti leikur helgarinnar er án efa viðureign ungverska stórliðsins Györ og Evrópumeistara Vipers en leikið verður á heimavelli ungverska liðsins í dag kl 16.00.

Leikir dagsins

A-riðill:

Dortmund – FTC | Laugardagur kl. 14.00 | Beint á EHFTV
 

 • Þýska liðið sem er nú að taka þátt í annað sinn í Meistaradeildinni freistar þess að gera betur en á síðustu leiktíð það vann aðeins fjóra leiki.
 • Svartfellski leikstjórnandinn Itana Grbic leikur sinn fyrsta leik með FTC í Meistaradeildinni í dag en hún gekk til liðs við félagið síðla sumars.
 • FTC þarf fjóra sigurleiki í viðbót til þess að verða sjötta liðið í sögu Meistaradeildarinnar til þess vinna 100 leiki.
 • Ungverska liðinu hefur ekki tekist að vinna sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni frá tímabilinu 2015/16.
 • Liðin hafa ekki mæst áður í Evrópukeppnum.

Rostov-Don – Brest | Laugardagur kl. 14.00 | Beint á EHFTV

 • Það verður athyglisvert að fylgjast með þessari viðureign en bæði þessi lið hafa háleit markmið fyrir tímabilið í Meistaradeildinni.
 • Franski línumaðurinn Beatrice Edwige og brasilíska stórskyttan Eduarda Amorim leika sína fyrstu Meistaradeildarleiki í treyju rússneska liðsins.
 • Rostov hefur farið vel af stað í rússnesku deildinni, hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína,  þar á meðal með níu marka mun á móti CSKA.
 • Brest missti í sumar tvo af sínum öflugustu leikmönnum undanfarin ár þegar Ana Gros og Isabelle Gullden ákváðu að róa á önnur mið.
 • Pablo Morel sem tók við þjálfun Brest í sumar mun stýra liðinu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik. Hann byrjaði ferlinn sinn sem þjálfari Brest ekki vel. Liðið tapaði gegn Bourg de Peage 37-31 í fyrst umferð í frönsku deildarinnar.

Podravka – Buducnost | Laugardagur kl. 16.00 | Beint á EHFTV

 • Buducnost er aðeins einum sigurleik frá 150 sigurleikjum í Meistaradeildinni. Aðeins ungverska stórliðið Györ hefur náð þeim áfanga í sögu keppninnar.
 • Margir leikmenn yfirgáfu herbúðir Buducnost í sumar. Þar á meðal Majda Mehmedovic, Jovanka Radicevic, Andrea Lekic, Allison Pineau, Milena Raicevic, Itana Grbic og Ema Ramusovic.
 • Buducnost er með yngsta liðið í keppninni í ár en meðalaldur leikmanna liðsins er 21,8 ár. Meðalaldur leikmanna króatíska liðsins er 25,1 ár.
 • Podravka er með lakasta sigurhlutfallið af þeim 16 liðum sem taka þátt í Meistaradeildinni í ár, 38,1%.
Veronica Kristiansen leikmaður Györ verður í eldlínunni í dag gegn löndum sínum í Vipers. Mynd/EPA

B-riðill:

Györ – Vipers | Laugardagur kl. 16.00 | Beint á EHFTV

 • Þrátt fyrir að Vipers sé ríkjandi meistari þá er ungverska liðið það lið sem allir vilja vinna. Györ hefur ráðið lögum og lofum í kvennahandboltanum undanfarin ár og unnið Meistaradeildina fimm sinnum.
 • Györ hefur aldrei tapað fyrir Vipers í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
 • Það er nokkuð um meiðsli hjá báðum liðum í upphafi tímabils. Hjá Györ eru þær Estelle Nze Minko, Kari Brattset Dale, Linn Blohm og Dorottya Faluvegi allar meiddar og í herbúðum Vipers eru Heidi Løke, Silje Waade, Karoline Olsen og Vilde Jonassen á meiðslalistanum.
 • Ungverski varnarsérfræðingurinn Szuzsanna Tomori skrifaði undir samning við Vipers á dögunum eftir að hafa verið samningslaus þegar veru hennar hjá ungverska liðinu Siófok lauk í sumar. Tomori spilaði með Györ 2007-10 og aftur 2015-19.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -