- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild kvenna – önnur umferð riðlakeppni

Rússneska handknattleikskonan Marketa Jerabkova leikmaður Evrópumeistara Vipers sækir að vörn andstæðinganna. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Önnur umferð Meistaradeildar kvenna í handknattleik fer fram um helgina. Sviðsljósin beinist að Skandinavíu. Í Svíþjóð eigast við Sävehof og Brest og er það leikur umferðarinnar hjá EHF. Í Noregi mætast Vipers og FTC en 15 vikur er liðnar síðan að liðin mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Búdapest. Bæði töpuðu leikjum sínum í fyrstu umferð.

Leikir helgarinnar

A-riðill:

Györ – DVSC Schaeffler | laugardagur kl. 14 | Beint á EHFTV

  • Þetta er í fyrsta sinn sem lið frá sama landi mætast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir að núverandi fyrirkomulag var tekið upp leiktíðina 2020/2021.
  • Bæði lið unnu sína leiki í 1. umferð. Györ lagði Brest og DVSC hafði betur gegn Sävehof.
  • DVSC hefur unnið alla fjóra keppnisleiki sína á þessari leiktíð; þrjá í ungversku deildinni og einn í Meistaradeildinni.
  • Györ hefur haft betur í síðustu 37 viðureignum liðanna. DVSC vann Györ síðast í október 2008.

Sävehof – Brest | laugardagur kl. 14 | Beint á EHFTV

  • Bæði lið vonast eftir sigri í þessum leik og enda þar með fjögurra leikja taphrinu sína í deildinni.
  • Brest hefur ekki unnið leik í Meistaradeildinni síðan það lagði FTC, 24 – 21, í janúar. Það er hins vegar lengra síðan að Sävehof sigraði síðast í leik í Meistaradeildinni. Það átti sér stað í janúar 2022. Sävehof vann Kastamonu 29 – 26. Taka ber fram að Sävehof var ekki með í keppninni á síðasta vetri.
  • Brest hefur unnið í öll fjögur skiptin sem liðin hafa mæst og var munurinn minnstur átta mörk.

Odense – Buducnost | laugardagur kl. 16 | Beint á EHFTV

  • Odense getur unnið sinn þrítugasta leik í Meistaradeildinni og verða 23. liðið til að ná þeim árangri
  • Buducnost hefur unnið þrjár viðureignir af þeim fjórum sem liðin hafa spilað.
  • Bæði lið töpuðu í fyrstu umferð riðlakeppninnar fyrir viku.
  • Vinstri skytta Buducnost, Nóemi Hafra, var samningsbundin Odense á síðustu leiktíð en náði aðeins nokkrum leikjum vegna meiðsla.
  • Buducnost hefur aðeins náð að vinna fimm af síðustu 19 leikjum þeirra í Meistaradeildinni.

Bietigheim – CSM Búkarest | sunnudagur kl. 12 | Beint á EHFTV

  • Bæði lið unnu sannfærandi sigra um síðustu helgi og eru í tveimur efstu sætum A-riðils.
  • CSM hefur unnið alla sex keppnisleiki sína á þessari leiktíð.
  • Jakob Vestergaard þjálfari Bietigheim var tæknilegur ráðgjafi hjá Buducnost á árunum 2014-2015 og aðalþjálfari 2016.
  • CSM hefur unnið þrjár af fimm viðureignum liðanna, þar á meðal 27 – 25 sigur á síðustu leiktíð þegar Cristina Neagu rauf 1.000 marka múrinn í Meistaradeildinni.

B-riðill:

Vipers – FTC | laugardagur kl. 16 | Beint á EHFTV

  • Þessi lið mættust í úrslitaleiknum á síðustu leiktíð og eiga það sameiginlegt að hafa tapað viðureignum sínum í fyrstu umferð um síðustu helgi.
  • Vipers tapaði fyrir nýliðunum í Ikast. Þar með lauk níu leikja sigurgöngu í Meistaradeildinni. FTC tapaði hins vegar með 13 marka mun fyrir Metz.
  • Vipers hefur aðeins tvisvar sinnum tapað leik í 2. umferð Meistaradeildar á síðustu sex leiktíðum; 2018 gegn FTC og árið eftir fyrir Podravka.
  • Angela Malestein hægri hornamaður FTC var markahæst í 1. umferð með níu mörk.

Rapid Búkarest – Lubin | laugardagur kl. 16 | Beint á EHFTV

  • Bæði lið leita eftir fyrsta sigurleiknum á þessari leiktíð. Rapid tapaði fyrir Esbjerg 30 – 28 og Lubin tapaði fyrir Krim.
  • Sorina Grozav varð markahæst í liði Rapid í 1. umferð með sex mörk. Hjá Lubin kvað mest að Kinga Grzyb. Hún skoraði fimm sinnum.
  • Rúmenska liðið hefur aðeins tapað einum heimaleik í Meistaradeildinni til þessa, gegn Vipers í átta liða úrslitunum á síðustu leiktíð.
  • Kim Rasmussen þjálfara Rapid var fyrirvaralítið sagt upp störfum á föstudagsmorgun.
  • Þessi lið hafa aldrei mæst áður í riðlakeppni Meistaradeildinni.

Krim – Esbjerg | Sunnudagur kl. 12 | Beint á EHFTV

  • Bæði lið vonast til að ná öðrum sigurleik sínum í röð í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.
  • Þetta verður 80. leikur Esbjerg í Meistaradeildinni. Af leikjunum 79 hafa 43 unnist.
  • Krim fékk á sig fæst mörk í 1. umferðinni, 18.
  • Liðin hafa mæst þrisvar sinnum áður. Esbjerg hefur unnið tvívegis.

Metz – Ikast | sunnudagur kl. 14 | Beint á EHFTV

  • Bæði lið komu á óvart í 1. umferð með því að vinna liðin sem spiluðu til úrslita á síðustu leiktíð.
  • Metz sigraði ungverska liðið FTC með 13 marka mun en Ikast tók sig til og lagði meistara síðustu þriggja keppnistímabila, Vipers, að velli.
  • Irma Schjött markvörður Ikast varði 17 skot gegn Vipers og var valin besti leikmaður leiksins.
  • Chloe Valentini skoraði 9 mörk fyrir Metz gegn FTC um síðustu helgi.
  • Ikast getur náð sínum 50. sigurleik í Meistaradeildinni með sigri á sunnudaginn.
  • Þessi lið hafa aðeins mæst tvisvar sinnum áður, í riðlakeppninni tímabilið 2003/2004, og unnu þá sinn hvorn leikinn.
Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -