- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild kvenna: Spennandi lokaumferð

Leikmenn CSM Bukaresti fagna sigri um síðustu helgi sem færði þeim efsta sæti A-riðils, alltént fram yfir lokaumferðina. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Lokaumferðin í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna fer fram um helgina þar sem að nokkur félög bíða enn örlaga sinna. Augu flestra verða þó á viðureign Györ og Esbjerg í B-riðli en þar er um að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í 8-liða úrslitum.


Í A-riðli eru Vipers og CSM Búkaresti örugg um efstu tvö sætin í riðlinum en stóra spurningin er hvort það verður Krim eða Bietigheim ná sæti í útsláttarkeppninni.

Leikir helgarinnar

A-riðill:

Brest – Vipers | Laugardagur kl 17 | Beint á EHFTV

  • Ríkjandi meistarar í Vipers hafa þegar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum en sigur í þessum leik tryggir liðinu efsta sæti riðilsins.
  • Franska liðið hefur tryggt sér sæti útsláttarkeppninni en gæti endað í fjórða til sjötta sæti. Brest er í fimmta sæti með 12 stig, tveimur meira en Bietigheim og einu færra en FTC.
  • Vipers er með næst bestu sóknina af liðum riðilsins. Liðið hefur skorað 420 mörk á sama tíma og Brest er í 12. sæti með 348 mörk sem er 5,5 mörkum færra að meðaltali í leik en Vipers.
  • Vinni Vipers leikinn verður félagið það fimmtánda í sögunni til að vinna 50 leiki í Meistaradeildinni.
  • Katrine Lunde markvörður Vipers er með bestu meðaltals markvörsluna í Meistaradeildinni. Hún hefur varið 131 skot í 11 leikjum sem er rétt tæp 12 skot í leik að meðaltali.

Bietigheim – Banik Most | Sunnudagur kl 13 | Beint á EHFTV

  • Bietigheim mun ná sæti í útsláttarkeppninni ef liðið verður með fleiri stig eða jafnt að stigum við Krim vegna þess að þýska liðið er með betri markatölu. Bietigheim er hins vegar úr keppni ef það verður jafnt Krim og Brest. Þá hefur hvert liðanna þriggja 12 stig. Bietigheim stendur verst þeirra að vígi í innbyrðisleikjum.
  • Bietigheim hefur ekki unnið í síðustu átta leikjum í keppninni.
  • Banik Most mun setja met yfir lengstu taphrinu í sögu Meistaradeildarinnar tapi liðið þessum leik. Þar með verða tapleikirnir orðnir 17 í röð.
  • Banik Most hefur fengið flest mörk á sig í keppninni, 531.

Krim – CSM Búkresti | Sunnudagur kl 13 | Beint á EHFTV

  • Þetta er 298. leikur Krim í Meistaradeild kvenna.
  • Krim mun komast áfram í útsláttarkeppnina ef liðið endar með fleiri stig en Bietigheim eða ef liðið verður jafnt Brest og Bietigheim að stigum. Sjá stöðuna hér fyrir neðan.
  • CSM þarf að enda stigi fyrir ofan Vipers til þess að halda fyrsta sætinu í riðlinum. Ef CSM og Vipers verða jöfn að stigum hirðir Vipers sæti í átta liða úrslitum og situr þar með hjá í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar.
  • Rúmenska liðið hefur ekki tapað sjö leikjum í röð í keppninni sem er besti árangur þess.
  • Cristinu Negu vantar aðeins eitt mark til þess að rjúfa 100 marka múrinn á leiktíðinni þriðja keppnistímabilið í röð og í fimmta sinn á ferlinum.
  • Negu skortir átta mörk til þess að verða næst markahæsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar og fara upp fyrir Anitu Görbicz sem skoraði 1.016 mörk á sínum ferli.

Odense – FTC | Sunnudagur kl 15 | Beint á EHFTV

  • Danska liðið er öruggt í þriðja sæti riðilsins á meðan FTC getur ekki verið neðar en í fimmta sæti.
  • FTC þarf aðeins að skora 12 mörk til þess að verða fjórða liðið til þess að rjúfa 6.000 marka múrinn í Meistaradeild kvenna.
  • Odense hefur nú þegar sigrað í átta leikjum á þessari leiktíð. Með einum sigri í viðbóta setur liðið félagsmet.
  • Ungverska liðinu hefur ekki gengið sem skildi á útivelli á keppnistímabilinu. Liðið hefur tapað fjórum af þeim sex leikjum á útivelli.
Staðan í A-riðli:
CSM131021413 – 35822
Vipers131012420 – 34421
Odense13805373 – 34516
FTC13616379 – 34913
Brest13526348 – 34212
Bietigheim13427385 – 36310
Krim13508371 – 37910
Banik Most130013322 – 5310

B-riðill:

Györ – Esbjerg | Laugardagur kl 17 | Beint á EHFTV

  • Þetta er hreinn úrslitaleikur um sæti í 8-liða úrslitunum. Hvort lið hefur 20 stig í 2. – 3. sæti riðilsins.
  • Ungverska liðið getur endaði frá öðru til fjórða sæti í riðlinum. Allt fer eftir úrslitum í þessum leik sem og í viðureign Rapid Búkaresti og Lokomotiva. Esbjerg endar hins vegar í þriðja sæti með tapi.
  • Esbjerg hefur unnið þrjá leiki í röð á sama tíma og Györ náði sér aftur á sigurbraut gegn Kastamonu um síðustu helgi eftir að hafa tapað fyrir Metz fyrir tveimur vikum.
  • Silje Solberg markvörður Györ er barnshafandi og leikur ekki meira með liðinu. Amandine Leynaud hefur gengið til liðs við Györ og mun leysa Solberg af hólmi. Einnig er Györ með Söndru Toft svo liðið er sannarlega ekki á flæðiskeri statt með markverði.

Rapid Búkaresti – Lokomotiva | Sunnudagur kl 15 | Beint á EHFTV

  • Lokomotiva hefur ekki enn unnið leik á leiktíðinni og mun reka lestina í riðlinum hvernig sem leikurinn fer.
  • Rapid Búkaresti-liðið er fjórða marksæknasta lið keppninnar með 414 mörk.
  • Lokomotiva tapaði fyrri leiknum, 31 – 27, en það var þeirra besti leikur í riðlakeppninni.
  • Maria Sorina Grozav og Eliza Iulia Buceschi leikmenn Rapid hafa báðar náð að rjúfa 50 marka múrinn á leiktíðinni.

Storhamar – Metz | Sunnudagur kl 15 | Beint á EHFTV

  • Metz tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum og toppsæti riðilsins með sigri á Rapid Búkaresti um síðustu helgi. Storhamar hafnar í sjötta sæti riðilsins og mun komast í útsláttarkeppnina. Axel Stefánsson er annar þjálfara Storhamar.
  • Metz vann þægilegan níu marka sigur á Storhamar í fyrstu umferð. Þrettán leikmenn franska liðsins skoruðu í leiknum.
  • Bruna de Paula leikmaður Metz er í fimmta sæti yfir markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar með 75 mörk.
  • Storhamar er með fimmtu bestu vörnina í riðlinum. Liðið hefur fengið á sig 380 mörk.

Buducnost – Kastamonu | átti að fara fram laugardaginn kl 15

  • Þessi leikur hefur verið flautaður af vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og því er Buducnost úrskurðaður sigur, 10 – 0.
  • Þetta mun ekki hafa nein áhrif á endanlega stöðu þessara liða í riðlinum, Buducnost endar í fimmta sæti og Kastamonu í því sjöunda.
Staðan í B-riðli:
Metz131111403 – 32823
Györ131003415 – 31920
Esbjerg131003427 – 33820
Rapid13823414 – 38218
Buducnost14617346 – 36613
Storhamar13409353 – 3808
Kastamonu141112341 – 4523
Lokomotiv130112254 – 3881
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -