- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild kvenna – töluvert margar tölulegar staðreyndir

Evrópumeistarar Vipers. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Tvö lið frá sömu borg, einn nýliði, einn sjöfaldur meistari, fimm fyrrverandi eða núverandi meistarar og 16 lið frá 10 löndum. Þetta eru aðeins nokkrar staðreyndir sem liggja fyrir nú stuttu áður en keppni hefst í Meistaradeild kvenna í handknattleik. Hér fyrir neðan er að finna fleiri skemmtilegar tölulegar staðreyndir um keppnina.


Áður en að því kemur er rétt að rifja upp hvaða lið mætast í fyrstu umferð á laugardag og sunnudag:

A-riðill, laugardagur:
DVSC Schaeffler – Sävehof, kl. 16.
CSM Búkarest – Odense kl. 16.
A-riðill, sunnudagur:
Buducnost – Bietigheim, kl. 12.
Brest Bretagne – Györ kl. 14.

B-riðill, laugardagur:
Ikast – Vipers Kristiansand kl. 14.
FTC – Metz kl. 14.
B-riðill, sunnudagur:
Esbjerg – Rapid Búkarest kl. 14.
Lubin – Krim kl. 16.

Ungverska liðið Györ hafnaði í þriðja sæti í Meistaradeild Evrópu í vor. Mynd/EPA

0 – lið hafa tekið þátt í öllum níu Final 4 úrslitahelgunum. Györ hefur tekið þátt átta sinnum, sex sinnum leikið til úrslita og fjórum sinnum staðið uppi sem sigurvegari.

1 – leikmaður hefur unnið Meistaradeildina sjö sinnum og stefnir nú að þeim áttunda. Þetta er Katrine Lunde markvörður Vipers en hún sigraði í Meistaradeildinni með Viborg (2009 og 2010), Györ (2013, 2014) og Vipers (2021, 2022, 2023). Þá var hún einnig valin besti leikmaðurinn á síðustu leiktíð.

1 – borg er með tvö lið í þessari keppni, Búkarest í Rúmeníu þar sem CSM og Rapid eru með bækistöðvar.

2 – liðum hefur tekist að verja titilinn í sögu Final 4 í Búdapest; Györ 2017, 2018 og 2019 og Vipers 2021, 2022 og 2023.

2 – þjóðir eiga þrjú lið í Meistaradeild kvenna á þessari leiktíð. Danmörk (Esbjerg, Odense og Ikast) og Ungverjaland (Györ, FTC og Debrecen).

2 – leikmenn hafa unnið Meistaradeild kvenna sex sinnum, Nora Mørk leikmaður Esbjerg og Jana Knedlikova leikmaður Vipers.

Norska landsliðskonan Henny Reistad var markahæst í Meistaradeildinni á síðata tímabili. Mynd/EPA

4 – fyrrverandi markadrottningar Meistardeildarinnar taka einnig þátt í ár. Þetta eru þær Zsuzsanna Tomori leikmaður FTC en hún var markahæst 2013 með 95 mörk, Cristina Neagu leikmaður CSM Búkarest var markahæst 2022 með 110 mörk, Ana Gros leikmaður Györ var markahæst 2021 með 135 mörk og Henny Reistad leikmaður Esbjerg var markahæst 2023 með 137 mörk.

5 – er fjöldi meistaratitla ungverska liðsins Györ en ekkert annað lið hefur unnið Meistaradeildina oftar.

9 – af 16 liðum sem taka þátt í Meistaradeild kvenna að þessu sinni hafa komist alla leið í Final 4 úrslitahelgina: Györ, Vipers, Metz, CSM, Brest, Esbjerg, FTC, Buducnost og Ikast (áður Midtjylland).

10 – þjóðir eiga fulltrúa í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en það er einni færri en á síðustu leiktíð: Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Ungverjaland, Svartfjallaland, Noregur, Pólland, Rúmenía, Slóvenía og Svíþjóð.

12 – af þeim liðum sem voru með á síðustu leiktíð eru með í ár; Odense, Esbjerg, Brest, Metz, Bietigheim, FTC, Györ, CSM Búkarest, Rapid Búkarest, Buducnost, Vipers og Krim. Nýju liðin eru DVSC (Debrecen), Ikast, Lublin og Sävehof. Þau koma í stað Zagreb, Kastamonu, Storhamar og Most.

16 eða 18 er leikjafjöldinn sem liðin fjögur sem komast alla leið í Final 4 þurfa að spila, það fer eftir því hvort þau sleppa við fyrstu umferð útsláttarkeppninnar eða ekki.

60 mörk er metið sem leikmaður hefur skorað samtals á Final 4 úrslitahelginni. Henny Reistad hefur náð því í aðeins átta leikjum. Næstar á eftir henni eru þær Nycke Groot og Anita Görbicz með 57 mörk hvor.

112 riðlakeppnisleikir verða leiknir frá september 2023 og fram í febrúar 2024.

132 leikir verða leiknir áður en sigurvegari verður krýndur í Búdapest sunnudaginn 2. júní 2024.

205 sigurleikir (20 jafntefli og 47 töp) í 272 leikjum í Meistaradeild kvenna gerir ungverska liðið Györ að sigursælasta liði í sögu keppninnar.

306 meistaradeildar leikir eru í sögubókum Buducnost sem var fyrsta liðið til þess að leika fleiri en 300 leiki í Meistaradeild kvenna.

Jovanka Radicevic hefur skorað flest mörk allra frá upphafi í Meistaradeild Evrópu og í handknattleikskeppni Ólympíuleika. Mynd/EPA

1.069 mörk á 19 leiktíðum hjá Jovönku Radicevic gera hana að markahæsta leikmanni í sögu Meistaradeildar kvenna.

7.939 mörk voru skoruðu í Meistaradeild kvenna á síðustu leiktíð.

20.022 áhorfendur er nýtt met á kvennahandboltaleik. Það gerðist tvisvar á Final4 úrslitahelginni á síðustu leiktíð, þegar að það var uppselt í MVM Dome höllina í Búdapest.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -