- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild: Línur eru teknar að skýrast

Eftir 53 leiki í röð í Meistararadeildinni án taps hafa leikmenn ungverska stórliðsins Györ ástæðu til að fagna. Sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar er í höfn. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það er að styttast í annan endan á riðlakeppninni í Meistaradeild kvenna í handknattleik en um helgina fer fram 13. umferð. Línur eru óðum að skýrast hvaða lið það verða sem komast áfram og hvaða lið fara beint í 8-liða úrslitin. 

Í A-riðli eigast við CSM og Esbjerg í algjörum lykilleik fyrir bæði lið. Rúmenska liðinu hefur aðeins tekist að fá eitt stig úr síðustu fjórum leikjum sínum og hefur tapað þremur leikjum í röð sem er þeirra versti árangur til þessa.

Rostov-Don fer í heimsókn til Krim í Ljubljana þar sem þær rússnesku freista þess að auka við forystu sína á toppi riðilsins. Á meðan reynir norska liðið Vipers að framlengja sigurgöngu sína þegar það mætir FTC í tvíhöfða um helgina. 


Í B-riðli er staðan sú að CSKA hefur nú þegar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum. Ungverska liðið Györ dugar aðeins eitt stig gegn Podravka til þess að fylgja CSKA í 8-liða úrslit og verður að teljast frekar líklegt að það takist en Györ hefur ekki tapað í 50 leikjum í röð í keppninni. Baráttan um síðasta sætið í 16-liða úrslitum er hörð og stendur á milli þriggja liða í riðlinum, Dortmund, Valcea og Podravka. Verður fróðlegt að sjá hvert þeirra hreppir sæti í úrslitum.

Leikir helgarinnar

A-riðill

Krim – Rostov-Don | Laugardagur 6. febrúar  kl. 14.00

  • Möguleikar Krim um sæti í 16-liða úrslitum eru úr sögunni ef ekki tekst að vinna þennan leik sem og ef Esbjerg vinnur CSM.
  • Krim hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum sínum. Liðið hefur tapað 5 þeirra og gert 2 jafntefli.
  • Rostov hefur unnið fjórar af síðustu fimm viðureignum þessara liða en þau gerðu jafntefli, 23-23, í fyrri viðureigninni á þessari leiktíð.
  • Rostov er í topp sæti riðilsins, aðeins stigi á undan Metz sem er í öðru sæti.

FTC – Vipers | Laugardagur 6. febrúar  kl. 14.00

Vipers – FTC | Mánudagur 8. febrúar  kl. 15.30

  • Þessi lið spila svokallaðan tvíhöfða um helgina þar sem fyrri leik þeirra var frestað fyrr í vetur.
  • Samanlagður sigurvegari úr leikjunum tryggir sér þátttöku í 16-liða úrslitum en tapliðið gerir það hins vegar líka ef að Krim tapar fyrir Rostov.
  • Hvort lið hefur 12 stig en Vipers hefur spilað fjórum leikjum færra en FTC.
  • Vipers endaði fjögurra ára sigurgöngu Metz á heimavelli í síðustu umferð eins eins marks sigri, 29-28.
  • Norska liðið hefur unnið sjö leiki í röð og er annað af tveimur liðum sem eru enn taplaus í Meistaradeildinni. Þetta er besti árangur Vipers í Meistaradeildinni til þessa.
  • Vipers hefur unnið þrjár af síðustu fjórum viðureignumliðanna.

CSM – Esbjerg | Laugardagur 6. febrúar  kl. 14.00

  • CSM jafnaði sinn versta árangur til þessa þegar liðið tapaði sínum þriðja leik í röð um síðustu helgi. Við tapið fór CSM niður í fimmta sæti.
  • Esbjerg hefur unnið síðustu tvo leiki sína í Meistaradeildinni og þar með náð að binda enda á átta leiki í röð án sigurs.
  • Vinni Esbjerg leikinn ásamt því að Krim nái aðeins stigi úr sínum leik þá mun danska liðið komast í 16-liða úrslit.
  • CSM verður án línumannsins Dragönu Cvijic og skyttunnar Alexöndru Barbosa. Báðar eru meiddar.
  • Þessi lið hafa mæst fimm sinnum áður. CSM hefur unnið í fjögur skipti en Esbjerg aðeins einu sinni.

Bietigheim – Metz | Sunnudagur 7. febrúar  kl. 14.00

  • Bietigheim sem hefur aðeins fengið þrjú stig úr síðustu 10 leikjum sínum á litla sem enga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit.
  • Metz hafa tapað þremur af fimm útileikjum á þessu tímabili.
  • Heimavöllurinn hefur ekki skilað Bietigheim mörgum stigum á undanförnum árum. Liðið hefur aðeins unnið 2 af þeim 12 leikjum á heimavelli undanfarin þrjú ár.
  • Metz hefur unnið alla þrjár viðureignir liðanna á undanförnum árum.
  • Dinah Eckerle markvörður Metz mætir sínum gömlu liðsfélögum í þessum leik. Hún lék með Bietigheim í tvö ár en söðlaði um á síðasta ári.

    B-riðill

Brest – Dortmund | Laugardagur 6. febrúar  kl. 14.00

  • Brest vann fyrri leik liðanna, 41-29, sem er stærsti sigur liðsins á þessari leiktíð.
  • Brest er í þriðja sæti riðilsins með 16 stig, Dortmund er í sjöunda með fjögur stig.
  • Brest hefur spilað þrjá jafna leiki það sem af er þessu ári, tapaði fyrir CSKA 25-24, og gerði jafntefli við Buducnost, 28-28, og Györ, 27-27.
  • Dortmund vann Podravka, 32-31, í síðustu umferð og batt þar með enda á sex leikja taphrinu.

Podravka – Györ |Laugardagur 6. febrúar  kl. 16.00

  • Györ þarf aðeins eitt stig til þessa að tryggja sér annað af tveimur efstu sætum riðilsins og þar með sæti í 8-liða úrslitum.
  • Györ heldur áfram að bæta eigið met yfir leiki án taps í keppninni. Liðið hefur þegar leikið 50 leiki án þess að tapa.
  • Podravka hafa beðið lægri hlut í síðustu 10 leikjum. Liðið getur hins vegar enn endað ofar en Valcea og Dortmund og þannig komist í 16-liða úrslit.

CSKA – Buducnost | Sunnudagur 7. febrúar  kl. 12.00

  • CSKA náði toppsæti riðilsins með tveimur sigrum gegn Podravka um síðustu helgi og varð þar með fyrst liða til þess að komast í 8-liða úrslit.
  • CSKA hefur byrjað þetta ár virkilega vel með því að vinn alla fimm leiki sína.
  • Buducnost situr í fimmta sæti riðilsins með 10 stig og með sigri í Moskvu tryggir liðið sér sæti í 16-liða úrslitum.
  • CSKA vann fyrri leikinn, 25-22.

Odense – Valcea | Sunnudagur 7. febrúar  kl. 14.00

  • Odense sem er fjórða sæti og er öruggt um sæti í 16-liða úrslitum.
  • Lois Abbing hefur skorað 21 mark í síðustu tveimur leikjum gegn Buducnost. Það hefur þó ekki nægt Odense til sigurs.
  • Valcea jók möguleika sína á að komast áfram með því að vinna síðustu tvo leiki sína, gegn Podravka og Buducnost.
  • Fyrri leik liðanna lauk með öruggum sigri Odense 30-21.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -