- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Barist um sæti í átta liða úrslitum

Stórskyttan Ana Gros er komin heim til Sloveníu og leikur með Krim út keppnistímabilið. Hún gæti reynst Krim dýrmætt vopn gegn Evrópumeisturnum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Innrás Rússa í Úkraínu hefur haft áhrif á íþróttalíf og keppni. Meistaradeild kvenna er þar engin undantekning. Vörumerki bakhjarls Meistaradeildarinnar hefur verið fjarlægt og samningi við hann sagt upp auk þess sem rússnesku liðunum CSKA og Rostov-Don hefur verið vikið úr keppninni. Sú ákvörðun breytir landslaginu í útsláttarkeppninni sem hefst í dag.

Aðeins eru þrjár viðureignir í 1. umferð útsláttarkeppninnar þar sem liðin kljást um að komast í átta liða úrslit ásamt Györ, Esbjerg, Vipers og CSM Búkaresti sem sitja yfir. Til viðbótar við að sigurvegarinn úr viðureign Dortmund og Metz í þessari umferð fer beint í undanúrslit, Final4. Í hinum viðureignunum eigast við ungverska liðið FTC og Krim frá Slóveníu annars vegar og dönsku meistararnir Odense og frönsku meistararnir Brest hinsvegar.

Útsláttarkeppni, 1. umferð, fyrri leikir

Krim – FTC | Laugardagur kl 15.00 | Beint á EHFTV.com

  • Krim endaði í sjötta sæti í B-riðli með 10 stig og náði sæti í útsláttarkeppninni með sigri gegn Sävehof í síðustu umferð riðlakeppninnar.
  • FTC hafnaði í þriðja sæti A-riðils með 19 stig, tveimur stigum á eftir Rostov-Don.
  • Krim og FTC mættust á síðustu leiktíð í riðlakeppninni þar sem að ungverska liðið vann báða leikina.
  • Markahæstu leikmenn beggja liða leika í stöðu hægri hornamanns. Katarina Krpez-Slezak var markahæst í liði Krim með 66 mörk en hjá FTC var það Angela Malestein sem skoraði mest, 70 mörk.
  • Krim hefur fengið öflugan liðsstyrk fyrir útsláttarkeppnina. Ana Gros gekk til liðs við lið félagsins CSKA Moskvu og Tatjana Brnovic er á láni frá Rostov.

Dortmund -Metz | Laugardagur kl 17.00 | Beint á EHFTV.com

  • Dortmund hefur tapað síðustu fimm leikjum sínum í Meistaradeildinni og er það næst versti árangur liðsins í Meistaradeildinni.
  • Metz fékk fleiri stig á útivelli en á heimavelli í riðlakeppninni á þessari leiktíð, vann níu leiki og tapaði fjórum.
  • Af þeim liðum sem taka þátt í útsláttarkeppninni í Meistaradeild kvenna að þessu sinni hefur Dortmund fengið flest mörk á sig, 399 mörk, 28,5 að meðaltali í leik.
  • Franska liðið hefur unnið síðustu níu leiki gegn þýskum andstæðingi í Meistaradeildinni.
  • Metz hefur fimm leiktíðir í röð komist í átta liða úrslit Meistaradeildar.
  • Sigurvegarinn í þessari viðureign fer beint áfram í undanúrslit, Final4, vegna þess að Rostov Don var vikið úr keppni. Sigurliðið átti að mæta rússnesku meisturunum í átta liða úrslitum. Úrslitahelgi Meistaradeildar fer fram í Búdapest 4. og 5. júni.

Odense – Brest | Sunnudagur kl 14.00 |Beint á EHFTV.com

  • Brest lék til úrslita og hafnaði í öðru sæti í keppninni á síðustu leiktíð og vonast til þess að komast í 8-liða úrslit keppninnar þriðja árið í röð.
  • Aðeins tvö lið, Krim og Dortmund, fengu færri stig á útivelli á þessari leiktíð en Brest.
  • Frönsku meistararnir hafa ekki tapað fyrir dönsku liði í síðustu átta leikjum í Meistaradeild kvenna.
  • Danska meistaraliðið vann tvo leiki í riðlakeppninni í vetur.
  • Odense verður án Lois Abbingh í þessu einvígi. Hún er ólétt og mætir ekki til leiks á ný fyrr en á næsta ári.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -