- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Boltinn heldur áfram að fara á milli leikmanna

Ana Gros gekk til liðs við Györ í sumar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Boltinn heldur áfram að rúlla í Meistaradeild kvenna í dag þegar að þriðja umferð fer fram með fimm leikjum.  Sex lið eru enn ósigruð eftir fyrstu tvær umferðirnar, þar á meðal eru Vipers og Györ en liðanna bíða erfið verkefni í þessari umferð. Vipers tekur á móti danska liðinu Odense en Györ mætir Metz. 

Leikur umferðarinnar hjá EHF er viðureign FTC og Brest sem fer fram á heimavelli ungverska liðsins, FTC. Leikmenn FTC eru staðráðnir í að svara fyrir dapran leik um síðustu helgi þegar að þeir töpuðu fyrir Bietigheim með 20 marka mun.

Leikir í dag

A-riðill:

FTC – Brest | kl. 14.00 | Beint á EHFTV

  • FTC mætir til leiks eftir að hafa tapað fyrir Bietigheim, 40-20, um síðustu helgi. Það er stærsta tap félagsins í Meistaradeild kvenna
  • Brest hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa sem er versta byrjun liðsins frá upphafi í Meistaradeild kvenna.
  • Katrin Kljuber, Emily Bölk og Angela Malestein hafa skorað 31 mark af þeim 47 sem FTC  hefur skorað til þessa í keppninni.
  • Aðeins tvö lið hafa skorað færri mörk en FTC það sem af er í Meistaradeildinni, Lokomotiva Zagreb með 40 mörk og Banik Most 45 mörk.
  • Andrea Lekic er tveimur mörkum frá því að verða fjórði leikmaðurinn til þess að rjúfa 900 marka múrinn í Meistaradeildinni. Aðeins Anitu Görbicz, Jovanku Radicevic og Cristinu Neagu hefur tekist það.
  • Þessi lið mættust einnig á síðustu leiktíð þar sem þau unnu hvort sinn heimaleikinn.

Banik Most – Krim | kl. 14.00 | Beint á EHFTV

  • Ekkert lið hefur fengið eins mörg mörk á sig í tveimur leikjum í keppninni og Banik Most, alls 87.
  • Krim er í þriðja sæti yfir flesta sigra í Meistaradeildinni. Liðið hefur unnið 124 leiki.
  • Banik Most hefur hins vegar aðeins unnið tvo leiki af þeim átta sem liðið hefur spilað í Meistaradeildinni.
  • Aðeins Kastamonu hefur skorað færri mörk en Banik Most í fyrstu tveimur umferðunum.
  • Jovanka Radicevic hægri hornamanni Krim vantar aðeins 10 mörk til þess að ná að rjúfa 1.000 marka múrinn í Meistaradeildinni.
  • Á þeim 27 leiktíðum sem Krim hefur tekið þátt í Meistaradeild kvenna hefur liðið aldrei tapað fyrstu þremur leikjum sínum.

Vipers – Odense |kl. 16.00 | Beint á EHFTV

  • Ríkjandi meistarar í Vipers geta byrjað þessa leiktíð á þremur sigurleikjum í röð takist liðinu að vinna dönsku meistarana í dag.
  • Vipers er á mikilli sigurgöngu í Meistaradeildinni. Liðið hefur unnið átta leiki í röð frá því í febrúar 2022.
  • Odense hefur aðeins unnið einn leik af síðustu sex útileikjum sínum í Meistaradeildinni.
  • Marketa Jerabkova sem var mikilvægasti leikmaðurinn í Final4 á síðustu leiktíð hefur skorað 16 mörk til þessa, aðeins Milena Raicevic hefur skorað fleiri mörk, 19.
  • Liðin hafa mæst fjórum sinnum á síðustu tveimur leiktíðum þar sem að Vipers hefur sigrað þrisvar sinnum.

B-riðill:

Lokomotiva Zagreb – Buducnost | kl.16.00 | Beint á EHFTV

  • Króatíska liðið er enn að vonast eftir fyrsta sigrinum í Meistaradeildinni.
  • Buducnost byrjaði tímabilið á góðum sigri á Kastamonu en tapaði síðan fyrir Esbjerg um síðustu helgi.
  • Þetta verður í fyrsta skipti sem liðin mæstast í Evrópukeppni.
  • Fyrirliðar beggja liða hafa farið mikinn í markaskorun í upphafi tímabilsins. Milena Raicevic er markahæst hjá Buducnost með 19 mörk en Stela Posavec er markahæst hjá króatíska liðinu með 10 mörk.
  • Lokomotiva hefur skorað fæst mörk til þessa, alls 40 mörk í fyrstu tveimur umferðunum.

Györ – Metz | kl. 16.00 | Beint á EHFTV

  • Liðin þekkja vel hvort til annars enda er þetta er í níunda sinn sem þau mætast. Metz hefur aðeins tekist að sigra í einum af þessum níu leikjum – í fyrri leiknum í 8-liða úrslitum árið 2017.
  • Györ er eina liðið í B-riðli sem er enn ósigrað. Það hefur leikið öflugan sóknarleik til þessa og skorað 75 mörk í fyrstu tveimur leikjunum.
  • Franska liðið sigraði Celles-Sur-Belle örugglega 37-26 í frönsku deildinni í vikunni.
  • Ana Gros hefur farið vel af stað með Györ. Hún er markahæst eftir tvær umferðir með 13 mörk.
handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -