- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Norsku liðin mæta þeim rúmensku

Bruna De Paula leikmaður Metz verður í eldlínunni í Meistaradeildinni í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sjötta umferð Meistaradeildar kvenna í handknattleik fer fram í dag og á morgun þar sem að meðal annars rúmensku liðin CSM Búkaresti og Rapid Búkaresti mæta norsku liðunum Vipers og Storhamar en rúmensku liðin eru enn taplaus í riðlakeppninni.

Leikur umferðarinnar hjá EHF fer fram í Ljubljana þegar að Krim tekur á móti franska liðinu Brest. Heimakonur í Krim vonast eftir því að ná sínum öðrum sigri á þessari leiktíð. Frammistaða franska liðsins hefur valdið miklum vonbrigðum fram til þessa.

Eftir leiki helgarinnar verður gert hlé á keppni í Meistaradeildinni fram til 3. desember vegna Evrópumóts landsliða sem hefst í Slóveníu, Svartfjallalandi og Norður Makedóníu fimmtudaginn 3. nóvember.

Leikir helgarinnar

A-riðill:

Banik Most – FTC | Laugardagur kl. 14 | Beint á EHFTV

  • Banik Most hefur fengið á sig 200 mörk í fyrstu fimm leikjunum sem er met í Meistaradeild kvenna.
  • Tékkneska liðið hefur tapað átta leikjum í röð í Meistaradeildinni.
  • FTC eru ósigrað í tveimur leikjum í röð.
  • Katrin Klujber hægri skytta ungverska liðsins er þriðja markahæst í Meistaradeildinni með 39 mörk.
  • Banik Most hefur aðeins náð að vinna einn leik af síðustu ellefu í Meistaradeild kvenna.

Vipers – CSM Bukaresti | Laugardagur kl. 16 | Beint á EHFTV

  • Eftir að hafa unnið 10 leiki í röð hefur Vipers nú ekki unnið tvo leiki í röð.
  • CSM hefur er taplaust eftir fimm fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni sem er besta byrjun liðsins í sögu keppninnar.
  • Rúmenska liðið hefur unnið 11 leiki og gert 2 jafntefli á keppistímabilinu þegar litið er til allra móta sem liðið tekur þátt í um þessar mundir.
  • Cristina Neagu er í áttunda sæti yfir markahæstu leikmenn í Meistaradeildinni á leiktíðinni með 30 mörk. Neagu vantar 60 mörk til þess að ná að rjúfa 1.000 marka múrinn.
  • Þessi lið hafa mæst sex sinnum áður og hefur hvort þeirra unnið þrisvar sinnum.

Krim – Brest | Sunnudagur kl. 12 | Beint á EHFTV

  • Krim hefur aðeins náð að sigra í einum leik af fyrstu fimm á leiktíðinni. Liðið hefur m.a. tapað báðum heimaleikjunum til þessa.
  • Franska liðinu hefur gengið illa að skora til þessa og mörkin eru aðeins 123 í fimm leikjum. Aðeins Lokomotiva hefur skorað færri mörk, 103.
  • Daria Dmitrieva og Jovanka Radicevic eru markahæstar hjá Krim með 29 mörk hvor.
  • Þetta verður 290. leikur Krim í Meistaradeildinni. Aðeins eitt hefur tekið þátt í fleiri leikjum, Buducnost með 295 leiki.
  • Krim hefur aldrei náð að vinna Brest en þetta er þriðji leikur þeirra.

Odense – Bietigheim | Sunnudagur kl. 13 | Beint á EHFTV

  • Meiðslalistinn lengist enn hjá danska meistaraliðinu Odense. Um síðustu helgi sleit Noemi Hafra krossband.
  • Fyrir voru fjórir leikmenn á meiðslalistanum, Lois Abbingh, Mia Rej, Dione Housheer og Larissa Nusser.
  • Þýska liðið er ósigrað í 64 leikjum í öllum mótum.
  • Bietigheim hefur skorað skorað flest mörkin í Meistaradeildinni. 176, og er með 72,7% skotnýtingu. Odense er hins vegar í níunda sæti með 143 mörk.
  • Melinda Szikora markvörður þýska liðsins hefur verið í góðum gír þar sem af er tímabilsins. Hún hefur varið að meðaltali 35% af skotunum sem hún hefur fengið á sig.

B-riðill:

Györ – Buducnost | Laugardagur kl. 16 | Beint á EHFTV

  • Ungverska liðið hefur unnið tvo leiki í röð eftir tap í þriðju umferð fyrir Metz.
  • Liðin þekkjast býsna vel en frá árinu 2006 hafa þau mæst 25 sinnum. Ungverska liðið hefur unnið 18 sinnum, svartfellska liðið þrjá leiki og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli.
  • Milena Raicevic fyrirliði Buducnost er markahæst í Meistaradeildinni með 47 mörk.
  • Ana Gros er markahæst hjá Györ með 21 mark.
  • Ungverska liðið er með bestu sóknina og vörnina í riðlinum. Liðið hefur skorað 166 mörk en fengið á sig 119. Buducnost er hins vegar í fimmta sæti með markatöluna 146 – 145.

Metz – Lokomotiva Zagreb | Laugardagur kl. 16 | Beint á EHFTV

  • Liðin hafa aldrei mæst áður
  • Franska liðið tekur á móti eina liðinu sem hefur ekki enn unnið leik í Meistaradeildinni.
  • Króatíska liðið er með yngsta leikmannahópinn í Meistaradeildinni en liðið hefur ekki enn fengið stig í riðlakeppninni. Eina stigið sem félagið hefur fengið í sögu sinni í Meistaradeildarinnar kom í jafntefli við Sävehof fyrir átta árum síðan.
  • Bruna de Paula er markahæst í liði Metz með 26 mörk en þær Klara Birtic og Stela Posavec eru markahæstar hjá Lokomotiva með 17 mörk hvor.
  • Metz er með 62% sóknarnýtingu það sem af er tímabilsins á meðan Lokomotiva er með 50,7% nýtingu.

Rapid Bukaresti – Storhamar | Sunnudagur kl. 12 | Beint á EHFTV

  • Bæði lið eru nýliðar í Meistaradeild kvenna. Um leið er þetta í fyrsta sinn sem þau mætast.
  • Rapid er eina taplausa liðið í riðlinum; hefur unnið þrjá leiki og gert tvö jafntefli.
  • Storhamar hefur átt misjöfnu gengi að fagna það sem af er riðlakeppninnar; unnið tvo leiki og tapað þremur og er í sjötta sæti riðilsins.
  • Maja Jakobsen er leikreyndasti leikmaður Stohamar. Hún er einnig markahæst með 32 mörk. Hjá Rapid er Eliza Iulia Buceschi markahæst með 22 mörk.

Kastamonu – Esbjerg | Sunnudagur kl. 12 | Beint á EHFTV

  • Liðin mætast í fyrsta sinn í sögunni.
  • Kastamonu batt enda á 17 leikja taphrinu sína um síðustu helgi með sigri á Lokomotiva 26 – 23.
  • Tyrkneska liðið hefur fengið flest mörk á sig í riðlakeppninni, 171.
  • Bæði lið eiga leikmenn á meðal fjögurra markahæstu í keppninni. Carlos Azenaide er næst markahæst með 43 mörk fyrir Kastamonu. Henny Ella Reistad er í fjórða sæti með 37 mörk fyrir Esbjerg.

    Staðan í A-riðli:
Bietigheim5410176 – 1249
CSM Bukaresti5410162 – 1349
Vipers5311148 – 1307
FTC5212125 – 1405
Odense5203143 – 1354
Brest Bretagne5203123 – 1354
Krim Ljubljana5104144 – 1482
Banik Most5005125 – 2000

Staðan í B-riðli:

Györ5401166 – 1198
Rapid Bukaresti5320160 – 1478
Metz5311155 – 1417
Esbjerg5302159 – 1416
Buducnost5212146 – 1455
Storhamar5203136 – 1434
Kastamonu5104133 – 1712
Lok. Zagreb5005103 – 1510
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -