- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Sigvaldi Björn verður í eldlínunni í fyrsta leik

Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður og leikmaður Kolstad. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Flautað verður til leiks í Meistaradeild karla í handknattleik í kvöld. Um er að ræða 31. leiktíðina í deildinni. Eins og undanfarin ár taka sextán lið þátt. Þeim er skipt niður í tvo riðla með átta liðum í hvorum á fyrsta stigi keppninnar sem stendur yfir fram í lok febrúar. Eftir það tekur við útsláttarkeppni allt þar til úrslithelgin rennur upp í Lanxess Arena í köln 8. og 9. júní með fjórum hörkuleikjum.


Eins og mörgum er eflaust í fersku minni þá varð SC Magdeburg Evrópumeistari í vor eftir að hafa lagt Kielce frá Póllandi í úrslitaleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson fór á kostum í úrslitaleiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleiknum daginn áður gegn Barcelona.

SC Magdeburg vann Meistaradeild Evrópu í karlaflokki í júní. Mynd/EPA

Meistaravörnin hefst á morgun

Gísli Þorgeir verður fjarri góðu gamni þegar titilvörnin hefst hjá SC Magdeburg annað kvöld en í staðinn verður Ómar Ingi Magnússon mættur til leiks. Hann var frá vegna meiðsla og var ekki í leikmannahópi SC Magdeburg þegar liðið vann keppnina í Köln 18. júní. Þar að auki hefur Janus Daði Smárason bæst í hópinn hjá Magdeburg, ekki síst til þess að fylla skarð Gísla Þorgeirs.

Bjarki með Veszprém

SC Magdeburg mætir Telekom Veszprém á heimavelli annað kvöld, fimmtudag. Bjarki Már Elísson verður ekki í leikmannahópi Veszprém í leiknum. Hann er jafna sig eftir aðgerð á hné um mánaðarmótinu júní og júlí.

Sigvaldi Björn í Bitola

Sigvaldi Björn verður í eldlínunni í kvöld með norska meistaraliðinu Kolstad sem tekur þátt í keppninni í fyrsta sinni. Leikmenn Kolstad eru mættir til Bitola í Norður Makedóníu þar sem þeirra bíður viðureign við Eurofarm Pelister, meistaralið Norður Makedóníu. Eurofarm Pelister tekur þátt í Meistaradeild Evrópu á ný eftir 18 ára fjarveru í skugga Vardar Skopje.

Kielce byrjar heima

Pólska meistraliðið Kielce sem Haukur Þrastarson er samningsbundinn tekur á móti Aalborg Håndbold í Kielce í kvöld. Haukur er ennþá að jafna sig eftir krossbandaslit í viðureign Kielce í Meistaradeildinni í byrjun desember á síðasta ári.

Leikir kvöldsins:
Kl. 16.45: Eurofarm Pelister – Kolstad.
Kl. 16.45: Kielce – Aalborg.
Kl. 18.45: GOG – Celje.
Kl. 18.45: Montpellier – Barcelona.

Leikir annað kvöld, fimmtudagur:
Kl. 16.45: PPD Zagreb – THW Kiel.
Kl. 16.45: Pick Szeged – PSG.
Kl. 18.45: Porto – Wisla Plock.
Kl. 18.45: SC Magdeburg – Telekom Veszprém.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -