- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Þrjú lið hafa talsverða yfirburði

Tamara Horacek leikmaður Metz er þess albúinn að kasta boltanum í áttina að markið Esbjerg í viðureign liðanna í Meistaradeild kvenna í handknattleik í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fimmtu umferð Meistaradeildar kvenna í handknattleik lauk í gær með fjórum leikjum. Allir leikirnir áttu það sameiginlegt að í þeim var lítil spenna. Í A-riðli fór CSM nokkuð létt með Banik Most, 40 – 25 og eru nú ósigrað í sex leikjum í röð í Meistaradeildinni.

Þýska liðið Bietigheim hélt áfram sigurgöngu sinni og lagði Krim að velli, 30 – 23 og hefur ekki tapað í 63 leikjum í röð í öllum mótum.

Ungverska liðið Györ er heldur betur að taka við sér. Liðið mætti Storhamar frá Noregi í gær og vann með 14 marka mun, 35 – 21, eftir að hafa verið aðeins einu marki yfir í hálfleik.

Esbjerg og Metz áttust við í hinum leik B-riðils í gær. Danska liðið hafði yfirhöndina frá upphafi til enda og vann með sjö marka mun, 35 – 28.

Úrslit sunnudagsins

A-riðill:

CSM Búkaresti 40 – 25 Banik Most (25 – 13).

  • Rúmenska liðið bætti fyrra met sitt yfir flest mörk skoruð í einum leik. Fyrra metið settu liðið þegar það skoraði 39 mörk hjá Nykøbing Falster í nóvember 2017.
  • Ungstirnið Mihaela Mihai í liði CSM sýndi í þessum leik hvers vegna rúmenska liðið bindur miklar vonir við hana. Hún skoraði fjögur mörk í leiknum.
  • CSM sýndi styrk sinn. Allir 13 útileikmenn liðsins skoruðu í leiknum en sem fyrr var Cristina Neagu markahæst með fimm mörk.
  • Tékkneska liðið Banik Most hefur fengið á sig fleiri en 40 mörk í hverjum leik sínum til þessa í Meistaradeildinni.

Bietigheim 30 – 23 Krim (15 14).

  • Þetta var fjórði sigurleikur þýska liðsins í fimm viðureignum í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Liðið er ósigrað í 63 leikjum í röð í öllum mótum.
  • Með sigrinum náði þýska liðið að jafna sinn besta árangur í Meistaradeildinni frá tímabilinu 2017/18 þegar það vann fjóra leiki.
  • Sóknarleikur Krim hrundi gjörsamlega í upphafi seinni hálfleiks. Þýska liðið færði sér það í nyt og náði 8 – 2 kafla sem var lykillinn að sigri í leiknum.
  • Jovanka Radicevic nálgast óðum að verða markahæst í sögu Meistaradeildarinnar. Hún skoraði 2 mörk í leiknum og vantar aðeins sjö mörk til þess að bæta met Anitu Görbicz.
  • Julia Maidhof hægri skytta Bietighiem var markahæst í þýska liðinu með sex mörk.

B-riðill:

Esbjerg 35 – 28 Metz (18 12).

  • Danska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og náði snemma fimm marka forskoti.
  • Vandamál Metz í leiknum lá í slakri skotnýtingu í fyrri hálfleik. Hún var aðeins 50% á meðan Esbjerg-liðið var með 72% skotnýtingu.
  • Franska liðið náði góðum kafla fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk, 20 – 17.
  • Esbjerg náði að snúa taflinu aftur við um miðjan seinni hálfleik og komst í sex marka forskot. Munaði mestu um frammistöðu Kristine Breistøl og Henny Reistad.
  • Henny Ella Reistad var markahæst í liði Esbjerg með átta mörk.

Storhamar 21 – 35 Györ (14 15).

  • Gestirnir í Györ byrjuðu leikinn mun betur og náðu snemma fimm marka forystu, 7 – 12.
  • Góð frammistaða frá Eli Marie Raasok í liði Storhamar gerði það að verkum að heimaliðið komst aftur inn í leikinn og minnkaði muninn niður í eitt mark, 12 – 13.
  • Ungverska liðið tók heldur betur við sér í seinni hálfleik og skoraði fyrstu sex mörkin.
  • Nýliðarnir í Storhamar reyndu hvað þær gátu til að halda í við ungverska liðið en allt kom fyrir ekki. Getumunurinn var of mikill og norska liðið varð að játa sig sigrað.
  • Besti leikmaðurinn var án efa Silje Margaretha Solberg, markvörður Györ. Hún varði 18 skot, 52% markvörslu.


    Staðan í A-riðli:
Bietigheim5410176 – 1249
CSM Bukaresti5410162 – 1349
Vipers5311148 – 1307
FTC5212125 – 1405
Odense5203143 – 1354
Brest Bretagne5203123 – 1354
Krim Ljubljana5104144 – 1482
Banik Most5005125 – 2000

Staðan í B-riðli:

Györ5401166 – 1198
Rapid Bucaresti5320160 – 1478
Metz5311155 – 1417
Esbjerg5302159 – 1416
Buducnost5212146 – 1455
Storhamar5203136 – 1434
Kastamonu5104133 – 1712
Lok. Zagreb5005103 – 1510

Leikir 5. umferðar sem fram fór á laugardaginn:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -