- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Vængbrotnir danskir meistarar bundu enda á sigurgöngu Bietigheim

Anne Mette Hansen fyrir miðri mynd sækir á milli Ilda Kepic og Ivana Godec leikmanna Buducnost. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sjötta umferð Meistaradeildar kvenna í handknattleik fór fram um helgina. Þetta var jafnframt síðasta umferð áður en EM kvenna hefst í byrjun nóvember. Þessarar umferðar verður líklega minnst fyrir að þýska liðið Bietigheim tapaði fyrir Odense 31 – 24. Bietigheim hafði leikið 64 leiki í röð á öllum mótum án taps fyrir leikinn á Fjóni.

Nýliðarnir í Rapid Búkaresti halda áfram að koma á óvart. Rapid vann Storhamar, 27 – 25, og eru nú með tíu stig í öðru sæti B-riðils með jafn mörg stig og ungverska liðið Györ, sem vann Buducnost, 32 – 19.

Basl er áfram hjá Lokomotiva og Kastamonu. Bæði lið töpuðu sínum leikjum stórt. Lokomotiva mætti franska liðinu Metz og tapaði með 25 marka mun, 38 – 13. Kastamonu þurfti að sætta sig við tap á heimavelli fyrir Esbjerg, 43 – 27.

Úrslit helgarinnar

A-riðill:

Krim 24 – 22 Brest (12 – 10)

  • Þrjú mörk frá Jovönku Radicevic í upphafi leiks hjálpuðu heimakonum að leggja grunn að 4 – 0 forskoti. Það tók franska liðið 7 mínútur og 27 sekúndur að skora fyrsta markið í leiknum.
  • Franska liðið reyndi að berjast til sigurs en slæmur kafli undir miðjan seinni hálfleik kom í veg fyrir að það fengi eitthvað útúr leiknum.
  • Bæði lið áttu í erfiðleikum í sóknarleiknum. Krim var aðeins með 39% sóknarnýtingu og Brest 38%.
  • Jovanka Radicevic skoraði sex mörk og nálgast nú óðum met Anitu Görbicz sem markahæsta leikmann allra tíma í Meistaradeild kvenna. Radicevic hefur alls skorað 1.013 mörk og vantar aðeins þrjú mörk til þess að bæta met Görbicz.
  • Barbara Arenhart markvörður Krim var valin maður leiksins. Hún varði 20 skot, eða 47,6%.

Odense 31 – 24 Bietigheim (14 – 12)

  • Meiðslum hrjáð lið Odense byrjaði þennan leik mun betur og var með tveggja marka forystu í hálfleik 14 – 12.
  • Odense tókst að vinna Bietigheim, nokkuð sem engu liði hafði tekist í 64 leikjum á undan. Þýska liðið tapaði síðast í mars 2021.
  • Mia Hojlund var óstöðvandi í liði Odense. Hún skoraði 10 mörk úr 14 skotum.
  • Markverðir Bietigheim náðu sér lítt á strik. Gabriela Dias Moreschi og Melinda Szikora vörðu aðeins sjö skot.
  • Eftir frábæra byrjun á tímabilinu er Bietigheim ekki lengur með bestu sóknina í riðlinum. Liðið hefur skorað 33,1 mark að jafnaði í leik.

Vipers 35 – 29 CSM Búkaresti (15 – 15)

  • Eftir að hafa gert jafntefli við Esbjerg á síðustu leiktíð hafði rúmenska liðið ekki tapað sex leikjum í röð í Meistaradeildinni.
  • Vinstri skyttan Marketa Jerabkova átti sinn langbesta leik á leiktíðinni. Hún skoraði ellefu mörk fyrir Vipers.
  • Cristina Neagu hélt uppteknum hætti hjá rúmenska liðinu og var markahæst með tíu mörk.
  • Þetta er í fyrsta sinn síðan í janúar 2019 sem CSM fær á sig svona mörg mörk í einum leik.

Banik Most 27 – 46 FTC (11 – 26)

  • FTC bætti met sitt yfir flest mörk skoruðu í einum leik í Evrópukeppnum. Fyrra met félagsins var 42 mörk gegn gríska liðinu Anagennisi Artas.
  • FTC lék besta hálfleik í sögu félagsins í Meistaradeild kvenna og skoraði 26 mörk í fyrri hálfleik og var með fimmtán marka forystu í hálfleik, 26 – 11.
  • Ungverska liðinu vantaði aðeins eitt mark til þess að ná að bæta metið yfir flest mörk skoruð í einum leik í Meistaradeild kvenna. Metið er 47 mörk og er í eigu Vardar.
  • Katrin Klujber hægri skytta FTC skoraði 11 mörk fyrir ungverska liðið. Hún er orðin markahæst í Meistaradeildinni með 49 mörk í sex leikjum.
  • Þetta var í fimmta sinn í sex leikjum sem að Banik Most fær á fleiri en 40 mörk í leik. Meðaltalið er 41,1 sem afleit staðreynd.

B-riðill:

Kastamonu 27 – 43 Esbjerg (12 25)

  • Þetta var fjórði sigur Esbjerg í síðustu fimm leikjum.
  • 5 – 0 kafli danska liðsins á þremur mínútum í fyrri hálfleik lagði grunn að 11 – 5 forystu.
  • Eftir að hafa unnið Lokomotiva í síðustu umferð voru leikmönnum Kastamonu kippt aftur niður á jörðina.
  • Þetta er stærsti sigur danska liðsins í Meistaradeildinni. Fyrra met var sett þegar Esbjerg vann Buducnost með fimmtán marka mun.

Rapid Búkaresti 27 – 25 Storhamar (14 15)

  • Rapid eru enn ósigrað í Meistaradeildinni. Liðið hefur unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli. Rapid er öðru sæti riðilsins með jafnmörg stig og Györ. Ungverska liðið hefur betri markatölu.
  • Ivana Kapitanovic markvörður Rapid kom inná í upphafi seinni hálfleiks og varði 42,1% af þeim skotum sem á mark hennar komu.
  • Jennifer Gutierrez Bermejo vinstri hornamaður Rapid skoraði fimm af síðustu sjö mörkum rúmenska liðsins í þessum leik og átti stóran þátt í því að ná 8 – 4 kafla á lokamínútum leiksins.
  • Norska liðið hefur tapað þremur útileikjum í röð í Meistaradeildinni. Lokakaflinn í leiknum var liðinu erfiður eins og getið er um að ofan. Storhamar var yfir, 21 – 19, þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum.
  • Rapid er eina taplausa liðið í Meistaradeild kvenna.
Ivona Pavicevic leikmaður Buducnost á auðum sjó í leiknum við Györ. Mynd/EPA

Györ 32 – 19 Buducnost (15 9)

  • Ungverska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og þá í sér í lagi varnarlega. Það tók gestina fimm mínútur að skora fyrsta markið í leiknum. Eftir markið liðu níu mínútur þar til annað markið var skorað.
  • Silje Margaretha Solberg átti enn einn stórleikinn í marki ungverska liðsins. Hún var með yfir 40% markvörslu.
  • Veronica Kristiansen var markahæst í liði Györ með sex mörk. Hjá Buducnost var það Ivona Pavicevic sem var markahæst með fimm mörk.

Metz 38 – 13 Lokomotiva Zagreb (20 6)

  • Fyrsta og eina skiptið sem Lokomotiva hafði forystu í leiknum var í upphafi, 1 – 0. Eftir það var bara eitt lið á vellinum og franska liðið náði tíu marka forystu eftir um 15 mínútur.
  • Þrátt fyrir að sóknarleikur króatíska liðsins hafi ekki verið burðugur, 33% sóknarnýting í fyrri hálfleik og 35% í seinni, var var varnarleikurinn helsti hausverkur liðsins.
  • 14 marka forysta Metz í fyrri hálfleik er næst mesti munur í hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar. Jafnframt er 25 marka sigur næst stærsti sigur í sögu Meistaradeildarinnar.
  • Stela Posavec var eini leikmaður Lokomotiva sem náði sér á strik á vellinum. Hún skoraði fjögur mörk.
  • Chloé Valentini var markahæst í liði Metz með sjö mörk.

    Staðan:
A-riðill:
Bietigheim6411200 – 1559
Vipers6411183 – 1599
CSM Bucaresti6411191 – 1699
FTC6312171 – 1677
Odense6303174 – 1596
Krim6204168 – 1704
Brest6204145 – 1594
Banik Most6006152 – 2460
B-riðill:
Györ6501198 – 13810
Rapid6420187 – 17210
Metz6411193 – 1549
Esbjerg6402202 – 1688
Buducnost6213165 – 1775
Storhamar6204161 – 1704
Kastamonu6105160 – 2142
Lokom. Zagreb6006116 – 1890
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -