- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistarar fjögurra landa leika til þrautar í Búdapest

Leikmenn Györ fagna í sigurleik á Vipers í Kristiansand á dögunum. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Að margra mati tvö bestu lið Meistaradeildar kvenna í handknattleik á leiktíðinni, Györ og Metz, drógust ekki saman þegar dregið var til undanúrslita í dag í Búdapest þar sem einnig verður leikið til þrautar í keppninni 1. og 2. júní.

Ungversku meistararnir Györi Audi ETO KC mæta þeim dönsku, Team Esbjerg, í annarri viðureign undanúrslitanna. Í hinni viðureigninni eigast við frönsku og þýsku meistararnir, Metz Handball og SG BBM Bietigheim. Síðarnefnda liðið leikur í undanúrslitum Meistaradeildar í fyrsta skipti. Walle Bremen var síðasta þýska liðið til þess að ná svona langt í keppninni fyrir 29 árum.

Györ er eina liðið sem er í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna sem hefur unnið keppnina af þeim fjórum sem eru í undanúrslitum að þessu sinni, alls fimm sinnum. Metz og Esbjerg hafa náð í undanúrslit en ekki unnið gullverðlaun.

Norsku meistarnir Vipers Kristiansand unnu Meistaradeild 2021, 2022 og 2023 en beið lægri hlut fyrir Györ í átta liða úrslitum að þessu sinni.

MVM Dome keppnishöllinni í Búdapest þar sem leikið verður til úrslita í Meistaradeild kvenna í handknattleik. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Sjá einnig:

Evrópumeistararnir halda titilvörninni áfram gegn Aalborg

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -