- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópumeistararnir halda titilvörninni áfram gegn Aalborg

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fagna sigri í Meistaradeildinni í júní á síðasta ári. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistarar SC Magdeburg mæta Aalborg Håndbold í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í Lanxess-Arena í Köln laugardaginn 8. júní. Dregið var til undanúrslitaleikjanna í Búdapest í dag. Í hinni viðureign undanúrslit eigast við spænsku meistararnir Barcelona og Þýskalandsmeistarar THW Kiel.

SC Magdeburg lagði Barcelona í undanúrslitum Meistaradeild á síðasta ári og Indurstria Kielce í úrslitaleik, 30:29, í eftirminnilegri viðureign þar sem Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórleik þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaviðureigninni.

Keppnishöllin glæsilega í Köln, Lanxess Arena, þar sem leikið verður til úrslita í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki 8. og 9. júní. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Þetta er í fyrsta skipti í 10 ár síðan tvö þýsk lið eiga sæti í undanúrslitum keppninni. Flensburg og Kiel voru þá í undanúrslitum og léku til úrslita. Flensburg vann úrslitaleikinn. Ólafur Gústafsson var einn leikmanna sigurliðsins.

Aalborg Håndbold leikur í annað sinn í undanúrslitum en liðið var fyrst með 2021 þegar leikið var fyrir luktum dyrum í Laxness Arena vegna covid.

Barcelona hefur tíu sinnum unnið Meistaradeild Evrópu, síðast fyrir tveimur árum.

Sjá einnig:

Meistarar fjögurra landa leika til þrautar í Búdapest

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -