Íslandsmeistarar Vals lentu í kröppum dans gegn Selfossi í 1. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi í dag. Selfossliðið, sem hefur ekki þótt líklegt til afreka á tímabilinu, sýndi að það er til alls líklegt og var með yfirhöndina í leiknum í nærri 50 mínútur.
Valur skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins á síðustu 10 mínútunum. Hafdís Renötudóttir lokaði markinu einu sinni sem oftar og sá öðrum leikmönnum fremur um að Valsliðið fór ekki tómhent úr Sethöllinni.
Selfoss var með tveggja marka forskot í hálfleik, 14:12.
Mörk Selfoss: Mia Kristin Syverud 6, Arna Kristín Einarsdóttir 6, Harpa Valey Gylfadóttir 4, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3/2, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 2.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 12, 30%.
Mörk Vals: Lovísa Thompson 7, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6/1, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 4, Arna Karitas Eiríksdóttir 4, Hildur Björnsdóttir 3, Mariam Eradze 2, Guðrún Hekla Traustadóttir 1, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 15, 37,5%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.