- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistararnir lágu í fyrsta leik

Magnus Saugstrup línumaður Aalborg og félagar fóru illa af stað í úrslitakeppninni í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Önnur óvænt úrslit urðu í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld þegar Skanderborg lagði ríkjandi meistara, Aalborg Håndbold, 30:26, heimavelli í öðrum riðli átta liða úrslitanna. Fyrr í dag lagði SönderjyskE liðsmenn Bjerringbro/Silkeborg í fyrsta riðli keppninnar, þvert á allar spár.


Leikmenn Skanderborg voru talsvert sterkari en meistararnir sem virtust ekki alveg vera komnir niður á jörðina eftir að hafa tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar á dögunum.


Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 14:14. Ljóst er að Arnór Atlason og þjálfarateymi Aalborg þarf að grípa í taumana fyrir næsta leik liðsins í úrslitakeppninni sem verður við Elvar Örn Jónsson og samherja í Skjern eftir viku.


Holstebro er efst í riðli tvö með þrjú stig, Aalborg og Skanderborg hafa tvö stig hvort en Skjern er án stiga. Enn eru fimm umferðir eftir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -