- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistararnir sendu skýr skilaboð

Ómar Ingi Magnússon er í liði 31. umferð þýska handknattleiksins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ríkjandi Þýskalandsmeistarar í handknattleik, THW Kiel, eru ekki alveg tilbúnir að gefa meistaratitilinn eftir átakalaust þótt þeir séu enn nokkuð á eftir SC Magdeburg en síðarnefnda liðið hefur farið á kostum á leiktíðinni og þykir afar líklegt til þess að verða meistari í vor í fyrsta sinn í um tvo áratugi.


Kiel sótti Magdeburg heim í gær og vann með fimm marka mun, 30:25. Þetta var aðeins annar ósigur Magdeburg í þýsku 1. deildinni á leiktíðinni og sá fyrsti á heimavelli. Kiel var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:15.


Þrátt fyrir tapið er staða Magdeburgliðsins góð í efsta sæti með 44 stig eftir 24 leiki. Kiel er fjórum stigum á eftir og hefur auk þess leikið einum leik fleira. Füchse Berlin er til alls líklegt í þriðja sæti með 37 stig eftir 23 leiki.


Ómar Ingi Magnússon var markahæstur hjá Magdeburg með níu mörk, tvö úr vítaköstum. Einnig átti hann tvær stoðsendingar. Philipp Weber var næstur með fimm mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar.


Sander Sagsosen skoraði níu fyrir Kiel og Niclas Ekberg sex.


Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Bergischer vann góðan sigur í heimsókn sinni til Wetzlar, 27:23. Bergischer situr í 11. sæti en stöðuna í þýsku 1. deildinni má sjá hér fyrir neðan.

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -