- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistararnir sterkari – komnir upp að hlið Framara

Rakel Sara Elvarsdóttir klæðist búningi KA/Þórs á ný á næsta keppnistímabili. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs eru komnir upp að hlið Fram í annað til þriðja sæti deildarinnar eftir að hafa unnið Aftureldingu með sex marka mun, 32:26, í KA-heimilinu í dag. KA/Þór er komið með níu stig eftir sex leiki eins og Fram sem beið lægri hlut í viðureign sinni við Val og rakið er hér.


Þrátt fyrir miklar framfararir í undanförnum leikjum þá er Afturelding áfram neðst án stiga en liðið gerði hvað það gat í dag.


Afturelding átti í fullu tré við Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs lengst af í fyrri hálfleik og var meira að segja einu sinni með eins marks forskot, 6:5. Lengi var ekki nema eins marks munur en á síðustu mínútum fyrri hálfleiks tókst KA/Þór að ná afgerandi forskoti. Grunnurinn var því lagður meðan liðið var manni fleira.


Fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 16:12, KA/Þór í vil.
Íslandsmeistararnir héldu Mosfellingum í skefjum allan síðari hálfleikinn og unnu verðskuldaðan sigur með sex marka mun. Rakel Sara Elvarsdóttir átti frábæran leik í dag og skoraði 10 mörk í 11 skotum. Annar stórleikurinn hjá henni í þessari viku en hún fór einnig á kostum gegn Haukum á miðvikudagskvöldið er KA/Þór vann einnig öruggan sigur.


Mörk KA/Þórs: Rakel Sara Elvarsdóttir 10, Aldís Ásta Heimisdóttir 7, Martha Hermannsdóttir 5/4, Unnur Ómarsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 2, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 1, Ásdís Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 8, 30,8% – Sunna Guðrún Pétursdóttir 2, 22,2%.

Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 9/5, Sylvía Björt Blöndal 3, Ólöf Marín Hlynsdóttir 3, Telma Rut Frímannsdóttir 1, Lovísa Líf Helenudóttir 1, Katrín Hallgrímsdóttir 1, Drífa Garðarsdóttir 1, Susan Ines Gamboa 1, Ragnhildur Hjartardóttir 1.
Varin skot: Eva Dís Sigurðardóttir 3, 11,5% – Tanja Glóey Þrastardóttir 1, 11,1%.


Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -