- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistararnir stöðvaðir eftir 452 daga án taps

Sara Sif Helgadóttir fór á kostum í marki Hauka. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Eftir 40 sigurleiki í röð í öllum mótum hér innanlands á síðustu 452 dögum töpuðu Íslandsmeistarar Vals í handknattleik í kvöld fyrir Haukum í 12. umferð Olísdeildinni í kvöld, 28:23, á Ásvöllum. Frábær varnarleikur og stórbrotinn leikur Söru Sifjar Helgadóttur, ekki síst í síðari hálfleik, gerði gæfumuninn.


Staðan var jöfn í hálfleik, 15:15. Valur skoraði aðeins fjögur mörk á fyrstu 23 mínútum síðari hálfleiks. Alveg virtist það sama upp á hverju var bryddað, ekkert varð Valsliðinu til gæfu.

Valur hefur ekki tapað leik í deildinni síðan 21. október 2023 og þá einmitt gegn Haukum á Ásvöllum, 26:25. Minni vafi lék á hvort liðið var öflugra í kvöld en í fyrrgreinum leik fyrir nærri hálfu öðru ári.

Valur er áfram með gott forskot í Olísdeildinni, 22, eftir 12 leiki. Haukar eru næstir á eftir með 18 stig. Þar á eftir er Fram með 16 stig en á leik til góða.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild kvenna.


Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 10 (5 stoðsendingar), Rut Arnfjörð Jónsdóttir 8 (og sjö stoðsendingar), Alexandra Líf Arnarsdóttir 4, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 3, Inga Dís Jóhannsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 13, 44,8% – Margrét Einarsdóttir 4/1, 36,4%.
Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 7/5, Lovísa Thompson 5, Elín Rósa Magnúsdóttir 5, Thea Imani Sturludóttir 2, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1, Elísa Elíasdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 12, 30%.

Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -