- Auglýsing -
Svissneski meistaratitillinn í handknattleik karla blasir við Aðalsteini Eyjólfssyni og lærisveinum í Kadetten Schaffhausen eftir öruggan sigur á Pfadi Winterthur, 28:20, í annarri viðureign liðanna í Winterthur í dag. Kadetten hefur þar með tvo vinninga og tryggir sér titilinn með sigri á heimavelli á þriðjudaginn.
Pfadi er ríkjandi meistari í Sviss en liðinu hefur ekki tekist að vinna Kadetten í úrslitarimmunni til þessa. Kadetten varð síðast meistari í Sviss fyrir þremur árum
Aðeins var eins marks munur á liðunum að loknum fyrri hálfleik viðureignanna í dag, 11:10.
Kadetten vann fyrsta leikinn í úrslitunum með 11 mark, 30:19.
- Auglýsing -