- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Melsungen efst eftir nauman sigur í Leipzig

Arnar Freyr Arnarsson t.v. og Elvar Örn Jónsson eru leikmenn Melsungen. Ljósmynd/Melsungen.
- Auglýsing -

Melsungen heldur efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir að hafa sótt nauman sigur á SC DHfK Leipzig, 28:27, í Leipzig í kvöld í hörkuleik. Erik Balenciaga skoraði sigurmark Melsungen þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum sem fram fór í Leipzig. Heimamenn voru marki yfir í hálfleik, 14:13, og eru vafalaust mjög vonsviknir að hafa ekki fengið a.m.k. annað stigið.


Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mar fyrir Melsungen en Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki að þessu sinni. Honum var einu sinni vikið af leikvelli. Daninn Aaron Mensing var markahæstur með átta.

Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk og gaf þrjár stoðsendingar fyrir Leipzig-liðið sem Rúnar Sigtryggsson þjálfar að vanda. Andri Már Rúnarsson skoraði tvö mörk.

Hannover-Burgdorf tapaði stigi

Melsungen er stigi á undan Hannover-Burgdorf sem gerði jafntefli við HSV Hamburg í Hamborg í kvöld, 32:32. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.

SC DHfK Leipzig situr í 10. sæti þýsku 1. deildarinnar með átta stig að loknum átta leikjum og er sex stigum á eftir Melsungen.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -