- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Melsungen eitt á toppnum – áfram lengist meiðslalisti Magdeburg

Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson leikmenn MT Melsungen. Mynd/MT Melsungen
- Auglýsing -


MT Melsungen, sem Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson landsliðsmenn leika með, situr eitt í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla eftir leiki kvöldsins. Melsungen vann HSV Hamburg á heimavelli, 35:28. Á sama tíma tapaði Hannover-Burgdorf fyrir THW Kiel, 28:24, á útivelli og er þar með tveimur stigum á eftir MT Melsungen eftir 14 umferðir. Stöðuna í deildinni er finna neðst í þessari grein.

Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.

Áfram lengist meiðslalistinn hjá meisturum SC Magdeburg. Svíinn Oscar Bergendahl var borinn meiddur af leikvelli snemma í sigurleik á heimavelli gegn Gummersbach, 37:28. Óttast er að Bergendahl verður frá keppni um nokkurt skeið. Magdeburg og Gummersbach eru í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar.

Zehnder átti stórleik

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk og gaf fjórar stoðsendingar í liði meistaranna gegn Gummersbach. Manuel Zehnder átti stórleik og skoraði 12 mörk, þar af tvö úr vítaköstum.

Teitur stóð fyrir sínu

Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar fyrir Gummersbach. Elliði Snær Viðarsson var ekki með fremur en í síðustu leikjum vegna meiðsla. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach. Milos Vujovic var markahæstur með 11 mörk, átta úr vítaköstum.

Elvar og Arnar

Elvar Örn skoraði tvisvar og gaf eina stoðsendingu í sigurleik MT Melsungen á HSV Hamburg, 35:28. Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki mark en var einu sinni vikið af leikvelli. Nikolaj Enderleit, Dimitri Ignatow, Alexandre Cavalcanti og Ian Barrufet skoruðu fimm mörk hver fyrir toppliðið.

Annað eins marks tap

Annan leikinn í röð tapaði SC DHfK Leipzig með eins marks mun á útivelli í kvöld. Að þessu sinni fyrir Wetzlar, 31:30. Andri Már Rúnarsson átti afar góðan leik og skoraði sjö mörk. Hann var næst markahæstur leikmanna SC DHfK Leipzig, skoraði marki færra en Franz Semper. Viggó Kristjánsson skoraði tvö mörk gaf fjórar stoðsendingar.

Rúnar Sigtryggsson þjálfari SC DHfK Leipzig situr nú í 12. sæti þýsku 1. deildarinnar með 12 stig eftir 14 leiki.

Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -