- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Melsungen tókst ekki að endurheimta fjórða sætið

Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson leikmenn MT Melsungen. Mynd/MT Melsungen
- Auglýsing -

MT Melsungen tókst ekki að endurheimta fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla í dag. Liðið tapaði með sjö marka mun í heimsókn til Hamborgar þar sem leikmenn HSV Hamborg sýndu enga gestrisni á leikvellinum. Hamborgarliðið vann með sjö marka mun, 29:22, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:12.

Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk í sex skotum fyrir MT Melsungen að þessu sinni. Arnar Freyr Arnarsson nýtti annað af tveimur skotum sínum til þess að skora. Þeir félagar vörðu sitt hvort skotið í vörninni.

Daninn Casper Mortensen skoraði 10 mörk fyrir HSV Hamborg. Norðmaðurinn Sindre Andre Aho, sem kom til Melsungen um áramótin, skoraði sjö mörk og var sá sem mesta lét til sín taka í sóknarleik liðsins.

MT Melsungen er í 5. sæti deildarinnar með Hamborg í því níunda. Kiel komst upp fyrir Melsungen í gær með naumum sigri á Lemgo á útivelli, 28:27.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -