- Auglýsing -
Daninn Mads Mensah tryggði Flensburg sigur á meisturum Magdeburg í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 35:34. Hann skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins. Myndskeið af sigurmarkinu er að finna hér fyrir neðan.
Tapið er það fyrsta sem Magdeburgliðið verður að sætta sig við á keppnistímabilinu eftir fimm sigurleiki.
Viðureignin í Flens-Arena var æsilega spennandi frá upphafi til enda. Flensburg var með fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 17:13.
Teitur Örn Einarsson skoraði ekki mark fyrir Flensburg að þessu sinni. Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson sex. Ómar Ingi gaf fjórar stoðsendingar og Gísli Þorgeir tvær.
Daninn Emil Jakobsen fór á kostum í leiknum. Hann skoraði 12 mörk í 12 skotum fyrir Flensburg, þar af fjögur úr vítaköstum. Mensa var næstur með átta mörk.
Staðan í þýsku 1. deildinni:
Standings provided by SofaScore
- Auglýsing -