- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mér líður alltaf eins og tvítugum á leiðinni á mitt fyrsta stórmót

- Auglýsing -

Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik er að hefja þátttöku á sínu 17. stórmóti með A-landsliðinu. Hann hefur verið með á öllum stórmótum landsliðsins frá og með Ólympíuleikunum 2008 þegar silfrið góða vannst.

46 af 47 leikjum

Alls hefur Björgvin Páll leikið 46 af síðustu 47 leikjum Íslands á heimsmeistaramóti svo dæmi sé tekið. Hann er um leið leikjahæstur leikmannanna 18 sem skipa landsliðið í dag og hefur keppni á HM í Zagreb Arena á fimmtudagskvöld með viðureign við Grænhöfðaeyjar. Landsleikir Björgvins Páls er 275.

Alltaf jafn gaman

„Þetta er alltaf jafn gaman og ég tek það með mér inn í þetta mót að njóta þess að vera með strákunum,“ segir Björgvin Páll í samtali við handbolta.is þegar hann leit aðeins yfir sviðið síðustu árin og til framtíðar.

Óraði ekki fyrir þessu

„Mér líður alltaf eins og ég sé tvítugur á að leiðinni á mitt fyrsta stórmót,” segir Björgvin Páll og bætir við að bernskudraumurinn rætist í hvert sinn sem hann tekur þátt. „Mig dreymdi sem barn að taka þátt í stórmóti en að þau yrðu svona mörg er eitthvað sem mér hefði aldrei órað fyrir.“

Björgvin Páll lék sinn fyrsta landsleik árið 2003. „Mér finnst eins og það hafi gerst í gær.“

Sjá einnig: Björgvin Páll jafnar HM-met Guðjóns Vals

Þakkir til konunnar

Spurður um hverju hann þakki að hafa enst svona lengi í fremstu röð svarar Björgvin Páll að vafalaust sé það að hann hafi haldið sér vel við og líkaminn þolað álagið. „Einnig þakka ég konunni minni fyrir að gefa mér tíma til þess að standa í þessu. Það er alls ekki sjálfgefið að fá og hafa tíma til þess að gefa sér tíma að standa í þessu öllu saman.

Tíu ár í viðbót?

Fyrir nokkru árum setti ég mér þá reglu að leggja fimm prósent meira á mig með hverju ári sem bætist við. Á 20 árum þá hefur mikið bæst við,“ segir Björgvin Páll og bætir að hann einnig hafi hann ennþá mjög gaman að því æfa og keppa í handknattleik, hvort heldur með félagsliði sínu Val eða landsliðinu. Sannarlega skipti það öllu máli. „Meðan svo er þá held ég áfram í eitt til tíu ár,“ segir Björgvin Páll Gústavsson markvörður með bros á vör.

Ýtarlega er rætt við Björgvin Pál í myndskeiði hér fyrir ofan en aðeins hluti þess er endurskrifaður.

Fyrsti leikur á fimmtudag

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu 2025 verður gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb Arena á fimmtudaginn, 16. janúar. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Þar á eftir verður leikið gegn Kúbu 18. janúar og Slóvenum 20. janúar. Framhaldið ræðst síðan af árangrinum í leikjunum þremur.

Blaðamaður og ljósmyndari á vegum handbolti.is eru komnir til Zagreb og ætla að fylgjast grannt með landsliðinu og HM næstu vikur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -