- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Met sett á EM – 50 þúsund áhorfendur í Düsseldorf

Merkur Spiel Arena í Düsseldorf þar með upphafsleikur EM karla í handknattleik 2024 fer fram. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Heimsmetsaðsókn verður á tvo fyrstu leiki Evrópumóts karla í handknattleik í Þýskalandi í 10. janúar. Handknattleikssamband Evrópu hefur staðfest að markinu hafi verið náð, 50 þúsund aðgöngumiðar hafa verið seldir á fyrstu tvo leiki mótsins sem fram fara MERKUR Spiel-Arena knattspyrnuvellinum í Düsseldorf. Ekki er aðeins um met á handboltaleik í heiminum heldur verður um að ræða einn fjölmennasta íþróttaviðburð sem fram hefur farið innanhúss í Evrópu frá upphafi vega.

Fyrra met er 9 ára

Núverandi met er 44.137 áhorfendur á leik Rhein-Neckar Löwen og HSV Hamburg í þýsku 1. deildinni handknattleik sem fram fór á knattspyrnuleikvangi í Frankfurt í september fyrir níu árum. Leikvangurinn var skermaður af líkt og stendur til að gera í MERKUR Spiel-Arena knattspyrnuvellinum í Düsseldorf.


Í fyrri leik kvöldsins 10. janúar eigast við Frakkar og Norður Makedóníumenn og þeim síðari Þýskaland og Sviss og væntanlega er það síðari leikurinn sem laðar að stóran hluta þess hóps fólks sem keypt hefur miðana 50 þúsund. Alfreð Gíslason verður í eldlínunni sem landsliðsþjálfari Þýskalands.

Markið strax sett á met

Þegar Þjóðverjar hófu fyrir nokkrum árum að skipuleggja Evrópumótið 2024 var stefnan strax sett á að upphafsleikurinn færi fram í MERKUR Spiel-Arena og þess freistað að fá 50 þúsund áhorfendur.

Mörgum þótti sem Þjóðverjar spenntu bogann hátt. Annað hefur komið á daginn. Miðarnir voru seldir í skömmtum og voru rifnir út. Þeir síðustu seldust nánast um leið og sala hófst í síðustu viku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -