Mótshaldarar Evrópumótsins í handknattleik, sem m.a. fer fram í Kristianstad í Svíþjóð í janúar á næsta ári, sendu í morgun hamingjuóskir til Íslands með árangur karlalandsliðsins sem vann sér á laugardaginn þátttökurétt á EM.
Minntu þeir um leið á að miðasala á leiki íslenska landsliðsins á mótinu er hafin. Miðasalan hefur farið vel af stað og þykir ljóst að margir Íslendingar hafa sett stefnuna á Kristianstad um miðjan janúar á næsta ári.
Í tilkynningu frá HSÍ segir að sambandið hafi ekki milligöngu um miðasölu. Miðasalan er eingöngu í höndum mótshaldara í Svíþjóð.
Tengil á miðasöluna má finna hér: https://www.eventim.se/en/artist/mensehfeuro2026/mens-ehf-euro-2026-kristianstad-dagsbiljetter-3696429/?affiliate=26H&fbclid=IwY2xjawJE92FleHRuA2FlbQIxMAABHTLyCjmAaBQrzvDA_3FwysgKTPBZzcsr2eK_Ur5gEPniXGgZ0NI-h52OPA_aem_PGbXp2YMefOqyonfoUgqoQ
Leikir íslenska landsliðsins í riðlakeppninni í Kristianstad verða 16., 18. og 20. janúar.
Framhaldið í Malmö
Ef íslenska landsliðið kemst upp úr riðlinum í Kristianstad tekur við milliriðlakeppni í Malmö.
Þegar íslenska landsliðið lék í Kristianstad í riðlakeppni HM 2023 fóru Íslendingar í þúsundatali við bæjarins. Þess vegna kemur ekki á óvart að stjórnendur bæjarsins vilji fá Íslendinga á ný í heimsókn með greiðslukortin sín.
A-landslið karla – fréttasíða.