- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mikill áhugi fyrir keppni í 2. deild – skipulag í fastari skorðum

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Þótt aðeins níu lið hafi skráð sig til leiks í Grill 66-deild karla, næst efstu deild, þá er mikill áhugi fyrir að taka þátt í deildinni fyrir neðan, 2. deild karla, á keppnistímabilinu. Tólf lið eru skráð til leiks. Stendur til að fyrsti leikurinn fari fram næsta laugardag. Stjarnan2 og Grótta2 leiða þá saman hesta sína í Hekluhöllinni í Garðabæ.

Leikið hefur verið í 2. deild, sem kalla mætti C-deild, á undanförnum árum. Því miður hefur leikjadagskrá verið laus í reipum, alltént að mati handbolta.is. Tímasetningar leikja voru á reiki og skipulagðir leikir samkvæmt leikjaniðurröðun fóru ítrekað ekki fram á þeim dögum sem áætlað var og jafnvel mættu þeir afgangi. Eins var skráning í HBStatz afar frjálsleg og jafnvel í hreinu skötulíki. Varð þetta m.a. til þess að handbolti.is hætti af fylgjast með keppni í 2. deild á miðri síðustu leiktíð.

Vonir standa til að bót og betrun verði á í vetur og að keppni í 2. deild karla verði í fastari skorðum og þar með ýtt undir að fleiri lið verði með í Grill 66-deild karla leiktíðina 2025/2026 þegar reglugerð um venslalið kemur að fullu til framkvæmda.

Liðin 12 sem skráð eru til leiks í 2. deild karla eru:
Berserkir, Grótta2, Hamrarnir, Hvíti riddarinn, Hörður2, ÍH, Mílan, Selfoss2, Stjarnan2, Víðir, Vængir Júpíters, Þór Ak2.

Leikjadagskrá.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -