Oddur Gretarsson og félagar í Balingen-Weilstetten unnu í kvöld afar mikilvægan sigur á heimavelli á Rhein-Neckar Löwen, 32:30. Stigin eru liðinu dýrmæt í baráttunni við að forðast fall í deildinni og eftir sigurinn er liðið þremur stigum frá fallsæti en að vísu á Ludwigshafen leik til góða á Odd og félaga.
Oddur náði ekki að skora í leiknum, ekki fremur en Ýmir Örn Gíslason leikmaður Rhein-Neckar Löwen.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk, þar af eitt úr vítakasti, í eins marks sigri Bergischer HC á liði Göppingen, 29:28. Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki mark að þessu sinni en hann leikur með Göppingen. Janus Daði Smárason er ennþá úr leik vegna axlarmeiðsla.
Ómar Ingi lék vel að vanda fyrir SC Magdeburg í heimsókn liðsins til Flensburg. Hann skoraði sjö mörk, þar af þrjú út vítaköstum. Það dugði þó ekki til þar sem Flensburg vann með þriggja marka mun, 33:30. Alexander Petersson lék með Flensburg en náði ekki að skora. Gísli Þorgeir Kristjánsson er meiddur frá keppni með liði Magdeburg.
Viggó Kristjánsson skorað sex mörk, fjögur úr vítaköstum, þegar Stuttgart tapaði á heimavelli með þriggja marka mun fyrir Füchse Berlin, 28:25.
Önnur úrslit:
Leipzig – GWD Minden 24:21.
Erlangen – Coburg 33:28.
Staðan: