- Auglýsing -
-Auglýsing-

Mikilvægt er að hefja mótið vel og af krafti

- Auglýsing -

„Ég er sjúklega spennt fyrir að vera komin hingað til Stuttgart,“ segir leikstjórnandinn Elín Klara Þorkelsdóttir, landsliðskona í handknattleik, sem tekur þátt í heimsmeistaramóti í fyrsta sinn. Hún þreytti frumraun sína á stórmóti á EM í fyrra sem hún segir hafa verið afar góða reynslu. Elín Klara verður að gefa eftir sæti sitt í landsliðshópnum nokkrum dögum áður en HM hófst fyrir tveimur árum þegar hún meiddist á ökkla.


„Andinn í hópnum er góður eftir fína ferð til Færeyja þar sem við lékum góðan æfingaleik,“ segir Elín Klara.

Elín Klara minnist leiksins við Þýskaland á EM í fyrra sem tapaðist 30:19. Hún segir þýska landsliðið vera hrikalega sterkt, með atvinnumenn í hverri stöðu. „Leikurinn verður erfiður fyrir okkur en við mætum af fullum krafti. Það er mikilvægt, ekki síst fyrir sjálfstraustið í hópnum og næstu leiki.“

Elín Klara á von á foreldrum sínum og yngri bróður til Þýskalands til þess að hvetja landsliðið til dáða auk þess sem mágkona hennar er í landsliðinu, Alexandra Líf Arnarsdóttir.

Talsvert lengra viðtal við Elínu Klöru er að myndskeiði hér fyrir ofan.

Viðureign Íslands og Þýskalands hefst klukkan 17 og verður fylgst með henni á handbolti.is.


Síðari leikur riðilsins í kvöld verður á milli Serbíu og Paragvæ.

HM kvenna ”25 – dagskrá, riðlakeppni

Landslið Íslands á HM kvenna 2025

A-landslið kvenna – fréttasíða.

Fleiri myndskeið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -