- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Mikilvægur sigur hjá Íslendingatríóinu

- Auglýsing -

Íslendingaliðið Blomberg-Lippe vann góðan sigur á útivelli í kvöld á Thüringer HC, 26:23, í 13. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 14:13. Þar með komst Blomberg-Lippe í efsta sæti deildarinnar með 22 stig eftir 13 leiki. Dortmund er í öðru sæti með 20 stig eftir 11 leiki og stendur þar með að besta vígi, litið til tapaðra stiga. HSG Bensheim/Auerbach, sem er í þriðja sæti og hafði fyrir leiki kvöldsins tapað jafnmörgum stigum og Blomberg-Lippe, steinlá á heimavelli fyrir Oldenburg, 31:29.


Thüringer HC, sem Blomberg-Lippe vann í kvöld, er í fjórða sæti, þremur stigum á eftir Bensheim/Auerbach.

Elín Rósa Magnúsdóttir var markahæst íslensku landsliðskvennanna í kvöld með fjögur mörk. Hún átti einnig tvær stoðsendingar og vann þrjú vítaköst.

Andrea Jacobsen skoraði 1 mark, fiskaði tvö vítaköst, vann eitt frákast og var einu sinni vikið af leikvelli.

Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 1 mark, gaf þrjár stoðsendingar, var með fjögur sköpuð færi, einn stolinn bolta, vann andstæðinga tvisvar af leikvelli en varð að bíta í það súra epli að vera vikið einu sinni af leikvelli.

Evrópudeildin á sunnudag

Næsti leikur Blomberg-Lippe verður á sunnudaginn í 3. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Liðið fær þá Nykøbing Falster Håndbold frá Danmörku í heimsókn í Phoenix Contact Arena í Lemgo.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -