Mistök þjálfara KA, Halldórs Stefáns Haraldssonar, þegar hann óskaði eftir leikhléi 32 sekúndum fyrir leikslok viðureignar KA og Stjörnunnar í Olísdeild karla, varð til þess að KA hélt ekki sókn áfram eftir leikhléið og missti auk þess leikmann af velli.
Stjarnan hóf sókn í kjölfarið og úr henni skoraði Ísak Logi Einarsson jöfnunarmark Stjörnunnar, 27:27. Urðu það lyktir leiksins.
Akureyri.net segir frá í morgun og staðfestir að Halldór Stefáni lagði ekki þar til gert spjald, grænt að lit, á tímavarðaborðið eins og ber að gera ef bjölluhnappar, við hlið ritarborðs, eru ekki fyrir hendi.
Telst ódrengileg hegðun
„Það að óska eftir leikhléi en leggja ekki umrætt spjald á borð tímavarðar telst ódrengileg hegðun skv. lagabókstafnum. Refsing við því að er að einum leikmanni viðkomandi liðs er vikið af velli í tvær mínútur og andstæðingurinn fær boltann,“ segir m.a. í frásögn Akureyri.net.
Nánar er sagt frá síðustu sóknum leik KA og Stjörnunnar í máli og mörgum myndum á Akureyri.net.
Eftir jöfnunarmark Ísaks Loga átti KA skyndiupphlaup og fékk aukakast sem skilaði ekki marki þrátt fyrir góða tilraun Bjarna Ófeigs Valdimarssonar.
Sjá Akureyri.net: Ótrúlegt ólán og KA fékk bara annað stigið
Handbolti.is: Útisigur ÍBV – umdeilt sigurmark – spenna nyrðra – loks unnu Haukar
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.