- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Mjög glaður að vera kominn aftur inn á völlinn“

Haukur Þrastarson leikmaður pólska meistaraliðsins Industria Kielce. Mynd/Industria Kielce
- Auglýsing -

„Tilfinningin var ótrúlega góð. Ég er mjög glaður að vera kominn aftur inn á völlinn,“ segir handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson í samtali við Vísir í dag. Haukur lék sinn fyrsta leik með Kielce á laugardaginn eftir nærri níu og hálfs mánaða fjarveru vegna krossbandaslits. Hann sleit krossband í hægra hné í viðureign Kielce og Pick Szeged í Meistaradeild Evrópu í byrjun desember á síðasta ári.

Á undan áætlun

„Ég var að vonast til að vera byrjaður að spila undir lok mánaðarins þannig ég er aðeins á undan áætlun,“ er ennfremur haft eftir Hauki í fyrrgeindu viðtali Vísis. Haukur segir það ennfremur að endurhæfingin hafi gengið mjög vel og hann verið á þeim buxunum að geta farið fyrr af stað en raun hefur orðið á.

Er á góðum stað

„Mér finnst ég vera á mjög góðum stað. Ég er í góðu formi og hnén eru góð. Auðvitað mun það taka tíma að komast í toppstand og spilform en mér finnst ástandið mjög gott miðað við allt,“ segir Haukur í viðtalinu við Vísir þar sem fram kemur einnig að Haukur er afar þakklátur pólska liðinu fyrir tryggð og þolinmæði. Haukur hefur verið lengi fjarverandi á þeim rúmu þremur árum sem hann hefur verið samningsbundinn.

Varðandi landsliðið segist Haukur taka einn dag í einu. Enn sé oft snemmt að segja til hvað næstu vikur og mánuðir beri í skauti sér en hann er í góðu sambandi við Snorra Stein Guðjónsson landsliðsþjálfara.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -