- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mjög glöð að sigurinn féll okkar megin

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 9 mörk í kvöld. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

„Leikurinn var bara eins og einvígið hefur verið, alveg rosalega jafn. Ég er mjög glöð að sigurinn féll okkar megin að þessu sinni,“ sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir markahæsti leikmaður ÍBV í sigrinum á Haukum í oddaleik undanúrslita Olísdeildar kvenna í Vestmannaeyjum í kvöld, 27:23. Hanna skoraði níu mörk.

Stál í stál

Eins og gefur að skilja var þungu fargi af henni og liðsfélögum létt þegar úrslitin lágu fyrir.

„Þessi leikur var stál í stál frá upphafi til enda í þessari frábæru stemningu sem var í hér í kvöld. Alveg hreint magnað. Enda kom ekki til greina að tapa framlengingunni. Við ætluðum að selja okkur dýrt þegar út í hana var komið og það tókst,“ sagði Hanna í samtali við handbolta.is í Vestmannaeyjum.

Ógeðslega gaman

Lítill tími gefst fram að fyrsta úrslitaleiknum við Val sem fram fer í Vestmannaeyjum á föstudaginn.

„Framundan eru fáeinir daga til þess að safna kröftum eftir þetta frábæra fimm leikja einvígi við Hauka. Við förum strax að búa okkur undir fyrsta leikinn og frábært verður að byrja á heimavelli. Ég veit að við fáum sama stuðning á föstudaginn og við fengum í kvöld. Þetta er ógeðslega gaman að spila í þessari frábæru stemningu fyrir framan lang bestu stuðningsmenn landsins,“ sagði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir leikmaður ÍBV í samtali við handbolta.is í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -