- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nú var ÍBV sterkara í framlengingu – mætir Val í úrslitum

- Auglýsing -

ÍBV vann Hauka í æsilega spennandi framlengdum oddaleik í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld, 27:23, og leikur við Val um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrsti leikurinn verður í Vestmannaeyjum á föstudaginn. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 22:22, í stórkostlegri stemningu og fullu húsi i íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum.

Í framlengingunni var ÍBV-liðið mun sterkara fyrir framan sína stuðningsmenn. Haukar voru hinsvegar öflugri í framlengingu í leikjum tvö og fjögur.

Varnarleikur ÍBV var frábær og markvarsla Marta Wawrzykowska stórkostleg. Hún varði 19 skot, var með nærri 50% markvörslu. Af því voru þrjú vítaköst og talsvert af opnum færum, allt fram í framlenginguna.

Leikurinn var stórskemmtilegur og var lýsandi fyrir einvígið í heild sinni. Stál í stál

Varnarleikur og markvarsla var í öndvegi hjá báðum liðum.
ÍBV var marki yfir í hálfleik, 12:11. Vart mátti á milli liðanna sjá fyrstu 60 mínúturnar. Fyrir kom að annað liðið náði tveggja marka forskoti en þá var hitt liðið fljótt að jafna metin.
Haukar geta borið höfuðið hátt eftir þetta einvígi eftir frábæra frammistöðu í sjö leikjum úrslitakeppninnar. Fjórir þeirra unnust.

Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 9/3, Elísa Elíasdóttir 5, Harpa Valey Gylfadóttir 5, Sunna Jónsdóttir 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 3, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1, Karolina Olszowa 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 19/3, 46,3%.
Mörk Hauka: Sonja Lind Sigsteinsdóttir 4, Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Sara Odden 4, Ena Car 4, Berglind Benediktsdóttir 3/1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Natasja Hammer 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarssdóttir 14/1, 34,1%.

Handbolti.is var í íþróttamiðstöðinni Vestmannaeyjum og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -