- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mjög súrt og við erum allar svekktar

- Auglýsing -

„Þetta er mjög súrt og við erum allar svekktar. Við áttum margt inn þótt við lögðum allt í leikinn sem við gátum,“ sagði Tinna Sigurrós Traustadóttir leikmaður 20 ára landsliðsins í samtali við handbolta.is eftir tveggja marka tap fyrir Svíum í krossspili um sæti fimm til átta á heimsmeistaramóti 20 ára landsliðs kvenna í Jane Sandanski Arena í Skopje í dag, 33:31. Ísland leikur þar með um 7. sætið á HM á sunnudaginn.

„Við getum verið svekktar í kvöld en síðan kemur röðin að leiknum á sunnudaginn sem við erum staðráðnar í að vinna,“ sagði Tinna Sigurrós ennfremur en hún kom inn af krafti þrátt fyrir meiðsli og lagði sitt lóð á vogarskálarnar.

„Þær sænsku komust of mikið í gegnum vörnina hjá okkur og skjóta yfir okkur. Fengu talsvert að auðveldum mörkum, það skildi liðin að þegar upp var staðið.“

Tinna Sigurrós sagðist hafa verið slæm í gær en náð að þurrka það út úr hausnum í dag og mætt til leiks og gert sitt besta. „Ég jafna mig á morgun og verð klár í leikinn á sunnudaginn,” sagði Tinna Sigurrós Traustadóttir leikmaður 20 ára landsliðs kvenna.

Nánar er rætt við Tinnu Sigurrós í myndskeiði sem er efst í fréttinni.

Íslenska landsliðið mætir landsliði Sviss í leiknum um 7. sæti á sunnudaginn klukkan átta árdegis á íslenskum tíma. Sviss tapaði fyrir Portúgal, 30:25 í hinum krossspilsleiknum í kvöld.

Aftur tap eftir háspennuleik – Ísland leikur um 7. sætið á HM

HMU20: Dagskrá og úrslit síðustu leikdagana

Yngri landsliðin.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -