- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mjótt á munum milli þeirra markahæstu

Tinna Valgerður Gísladóttir var markahæsti hjá Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Tinna Valgerður Gísladóttir, leikmaður Gróttu, er markahæst í Grill 66-deild kvenna í handknattleik en afar mjótt er á munum á milli efstu kvenna á lista yfir þær markahæstu eins sjá má á listanum hér fyrir neðan. Tinna Valgerður hefur leikið einum leik fleira en aðrir auk þess sem einni viðureign er ólokið í sjöttu umferð.


Til stóð að Tinna Valgerður flytti til Svíþjóðar í byrjun desember en að sögn Kára Garðarssonar, þjálfara Gróttu, verður ekkert af flutningi að sinni. Hún ætlar að ljúka háskólanámi áður lengra verður haldið. Kemur það sér vel fyrir Gróttu sem situr í öðru sæti Grill 66-deildarinnar.

Arna Þyrí Ólafsdóttir, leikmaður Víkings er næst markahæst í Grill 66-deildinni og sú sem hefur skorað flest mörk að jafnaði í leik til þessa. Mynd/Finnbogi Magnússon

Markahæstu konur Grill 66-deildarinnar:

Tinna Valgerður Gísladóttir, Gróttu, 44 – 6 leikir.
Arna Þyrí Ólafsdóttir, Víkingi, 43 – 5 leikir.
Sara Katrín Gunnarsdóttir, HK, U 42 – 5 leikir.
Lara Zidek, Selfossi, 40 – 5 leikir.
Erna Guðlaug Gunnarsdóttir, Fram, 38 – 5 leikir.
Ólöf Marín Hlynsdóttir, ÍR, 33 – 5 leikir.
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi, 32 – 4 leikir.
Daðey Ásta Hálfdánsdóttir, Fram, 31 – 5 leikir.
Heiðrún Berg Sverrisdóttir, HK U., 29 – 5 leikir.
Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir, Val, 28 – 5 leikir.
Katrín Helga Sigurbergsdóttir, Gróttu, 28 – 6 leikir.
Victoria McDonald, Víkingi, 26 – 5 leikir.

Úrslit síðustu leikja:
HK U – Grótta 22:34.
ÍR – Afturelding 24:26.
Valur U – Fram U 27:30.
Fjölnir-Fylkir – Víkingur 22:27.
Grótta – Selfoss 35:28.
Afturelding – HK U 27:24.
Valur U – ÍR 22:19.
Lokaleikur sjöttu umferðar fer fram á miðvikudagskvöld. Þá mætast Fram U og Víkingur í Framhúsinu klukkan 19.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -