- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mögnuð kaflaskipti í Eyjum

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV komst upp í þriðja sæti Olísdeildar kvenna eftir að hafa lagt Stjörnuna, 29:24, í Eyjum í dag í upphafsleik 19. umferðar. Ótrúleg kaflaskipti voru í þessari viðureign. Stjarnan var fimm mörkum yfir eftir sjö mínútna leik. Upp úr því féll leikmönnum allur ketill í eld. ÍBV-liðið lét ekki segja sér það tvisvar. Það jafnaði metin og réði lögum og lofum á síðustu mínútum með þeim afleiðingum að sigurinn var einstaklega öruggur.


Stjarnan, er enn í sjötta sæti deildarinnar, með 16 stig þegar tveir leikir standa út af borðinu.

Að loknum fyrri hálfleik var Stjarnan með þriggja marka forskot, 13:10, eftir að hafa verið mest fimm mörkum yfir, 12:7.


ÍBV er á hinn bóginn komið stigi upp fyrir Hauka, með 20 stig. Haukar mæta Val á morgun. ÍBV á þar að auki leik til góða við Aftureldingu sem fram fer á miðvikudagskvöld.


Mörk ÍBV: Elísa Elíasdóttir 7, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7/4, Harpa Valey Gylfadóttir 5, Lina Cardell 3, Sunna Jónsdóttir 3, Marija Jovanovic 1, Sara Dröfn Richardsdóttir 1, Karolina Olzsowza 1, Marta Wawrzynkowska 1.
Varin skot: Marta Wawrzynkowska 12/2.

Mörk Stjörnunnar: Elísabet Gunnarsdóttir 6/1, Eva Björk Davíðsdóttir 6/3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 3, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Katla María Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 13/2.


Staðan í Olísdeild kvenna.

Handbolti.is fylgdist með leiknum og uppfærir stöðuna hér fyrir neðan og segir e.t.v. frá fleiru sem gerist meðan á leik stendur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -