- Auglýsing -
- Aldís Ásta Heimisdóttir átti afar góðan leik í gær þegar lið hennar, Skara HF, vann Kristianstad HK, 33:21, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Aldís Ásta skoraði sex mörk úr sex skotum og átti einnig tvær stoðsendingar. Hún var markahæst í liðinu ásamt tveimur öðrum. Skara HF er í þriðja til fjórða sæti deildarinnar ásamt Önnereds með 18 stig að loknum 14 leikjum.
- Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Berta Rut Harðardóttir skoruðu eitt mark hvor fyrir vann Kristianstad HK í viðureigninni við Skara HF í gær. Jóhanna Margrét átti auk þess eina stoðsendingu. Kristianstad HK er í 9. sæti af 12 liðum með 10 stig.
- Harpa María Friðgeirsdóttir skoraði tvö mörk fyrir TMS Ringsted í gær þegar liðið skildi með skiptan hlut í viðureign við Ejstrup_Hærvejen á heimavelli, 30:30. Ringsted er næst neðst í deildinni með átta stig eftir 14 leiki. Átta umferðir er óleiknar í deildinni.
- Sigurjón Guðmundsson varði 2 skot, 17 hlutfallsmarkvarsla, þann tíma sem hann var í marki Charlottenlund í sigri á útivelli, 33:28, á Storhamar í næstu efstu deild karla í norska handknattleiknum í gær. Charlottenlund er í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig að loknum 14 leikjum. Sanderfjord TIF og Viking TIF eru í tveimur efstu sætunum með 24 stig hvort.
- Birta Rún Grétarsdóttir lék ekki með Fjellhammer í gær þegar liðið vann Åsane, 36:25, í næsta efstu deild norska handknattleiksins. Staðan var jöfn í hálfleik, 17:17. Fjellhammer er í öðru sæti deildarinnar með 27 stig að loknum 16 leikjum. Volda, sem landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir leikur með er í efsta sæti með 29 stig. Volda fær Levanger í heimsókn í dag.
- Auglýsing -