- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Aldrei fleiri iðkendur, RK Nexe, valt á fótum

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Aldrei hafa fleiri stundað handknattleik í Noregi en á síðasta ári. Skráðir iðkendur voru liðlega 142 þúsund og fjölgaði um átta þúsund frá árinu áður. Iðkendum fækkað tvö ár í röð, 2020 og 2021 vegna covid. Handknattleiksfólki í Noregi hefur fjölgað um rúm þrjú þúsund frá 2019 til 2023 en árið 2019 var metár með rétt tæplega 140 þúsund skráða iðkendur.
  • Mikil uppsveifla hefur einnig orðið í handknattleik í Frakkland og fór fjöldi skráðra iðkenda í fyrsta sinn fyrir 590 þúsund á síðasta ári. 
  • Króatíska handknattleiksliðið RK Nexe mætir töluvert breytt til leiks á næstu leiktíð en sjö nýir leikmenn koma inn í hópinn og aðrir sjö hverfa á braut. RK Nexe hefur verið næst besta liðið í karlaflokki í Króatíu, staðið RK Zagreb aðeins að baki. 
  • Franska handknattleiksliðið Neptunes de Nantes stendur völtum fótum um þessar mundir. Helsti eigandi þess og bakhjarl vill hverfa á braut og svo lítur út fyrir að los sé komið á leikmannahópinn. Forseti félagsins fullyrðir að  fjárhagsstaðan er örugg fyrir komandi ár enda hefur félagið fengið grænt ljós til rekstrar hjá franska handknattleikssambandinu sem gefur út keppnisleyfi fyrir hvert ár að lokinni rannsókn á fjárhagsstöðunni. Neptunes de Nantes komst í undanúrslit Evrópudeildar kvenna í vor. Liðið hefur staðið Metz og Brest að baki í keppninni um franska meistaratitilinn.

Nýjustu fréttir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -