- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Alilovic, Nilsson, Blonz, Guardiola bræður

Krótatíski markvörðurinn sterki, Mirko Alilovic. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Eftir 12 ár í Ungverjalandi flytur króatíski markvörðurinn Mirko Alilovic til Póllands í sumar. Hann hefur samið við Wisla Plock. Alilovic var í sjö ár markvörður Veszprém og er nú kominn inn á sitt fimmta ár með Pick Szeged. Nokkuð er síðan að Alilovic, sem er 38 ára gamall, hætti að gefa kost á sér í króatíska landsliðið. 
  • Sænski handknattleiksmaðurinn Lukas Nilsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska liðið Aalborg Håndbold. Samningurinn tekur gildi í sumar. Nilsson hefur leikið með Rhein-Neckar Löwen í nærri þrjú ár og var þar á undan í fjögur ár hjá THW Kiel. 
  • Norski hornamaðurinn Alexander Blonz gengur til liðs við GOG í sumar. Samningur Blonz við Pick Szeged í Ungverjalandi rennur þá út. Blonz á að koma í staðinn fyrir Svíann Jerry Tollbring sem samdi fyrir áramót um að koma til Füchse Berlin í sumar. 
  • Spænsku tvíburabræðurnir Isaías og  Gedeó Guardiola yfirgefa herbúðir þýska handknattleiksliðsins Lemgo í lok leiktíðar í vor eftir að hafa leikið með liði félagsins um árabil. Þeir eru 38 ára gamlir.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -